miðvikudagur, maí 31, 2006

Miðvikudags sarpurinn

Mikið er sarpurinn búinn að vera tómur hjá mér undanfarið. Veit ekki hvort internetið er í sumarfríi eða ég bara svona latur við að surfa :/

Ertu bloggari? Afhverju ekki að vera snobb bloggari? Hér eru leiðbeiningar fyrir venjulega bloggara að því hvernig best sé að breyta blogginu sínu í snobb blogg ...

P.S Það er meira að segja hægt að "hlusta" á færsluna (sniðugt).

Hversu vel skilur þú hönnun? Hér er fínt próf fyrir okkur hönnuðina, þá sérstaklega vefhönnuðina. Mér gekk bara sæmilega ...

Að lokum vildi ég bara minnast á Google Analytics sem er fræbær site analyser fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Sniðugt td. að tengja við blogg sem þetta og hafa yfirsýn yfir hverjir eru að koma inn, hversu oft og hvaðan. Eini gallinn er að þetta er invite only í augnablikinu svo það er best að sækja um og bíða.

sunnudagur, maí 28, 2006

Ruslpóstur

Þegar ég bjó á Íslandi blöskraði mér oft yfir öllum þeim ruslpósti sem flæddi inn um lúguna í hverri viku. Eftir að ég flutti til Danmerkur hef ég komist að því að Ísland kemst ekki með tærnar þar sem Danirnir hafa hælana í framleiðslu á ruslpósti. Þessa mynd tók ég í dag eftir að hafa raðað upp ruslpósti dagsins ... já DAGSINS!

föstudagur, maí 26, 2006

The single life

Þá er langur dagur að kveldi kominn. Vaknaði snemma í morgun eftir góðann bender með strákunum í gær. Hentum okkur í keilu og tókum fúsball á Solbakken, endalaus gleði. Áttum svo leik í morgun kl. 10.45 og var mæting í fyrra fallinu eins og venjulega. Sem betur fer hafði bjórinn ekki farið illa í mig og ég gat nokkurnveginn haldið haus fram að leik ;) Þetta var nokkuð dapurt lið sem við vorum að spila við, gamlir refir sem greinilega voru komnir á tíma sumir og áttu ekki inni nema 30-40 mín áður en þeir hættu alfarið að hlaupa, úrslitin 5-1 okkur í vil, nokkuð sanngjarnt bara.

Erla og Guðjón Ingi fóru til Íslands á þriðjudaginn og hef ég því verið einstæður í 2 daga. Það er alltaf spes tilfinning og eiginlega svolítið einmannalegt þegar maður er bara einn í íbúðinni alla daga. Ég ákvað því að taka boði Runa og Heiðrúnar og skella mér í íslenskt lambalæri í tilefni dagsins. Jón og Inga (foreldrar Heiðrúnar) komu svo frá Svíþjóð og snæddum við öll saman, ræddum póitík, töluðum um heimsmálin og margt annað.

Svo var bara lest heim og stefnan tekin á rúmið eftir ca. 10 mín. Svolítið skrítið að sofna einn í svona stóru rúmi :)

mánudagur, maí 22, 2006

Mánudags sarpurinn

Yahoo fór nýlega í loftið með nýja Tech síðu. Hún er ekki eins nörda oríentuð og margar síður af sama toga svo það er fínt fyrir mömmur og aðra sem vita minna um tölvur að finna hluti á þessari síðu.

Á afmælisdaginn minn 9. maí fór fram hin árlegu Webby Awards. Þar er auðvitað ótrúlega mikið af síðum verðlaunaðar fyrir allskonar hluti. Nú er einmitt búið að bæta við blogg verðlaunum fyrir þá sem teljast framúrskarandi á því sviði.

Ég fékk mína fyrstu Vans skó um daginn. Þetta eru ótrúlega þægilegir götuskór og mæli ég óhikað með að fólk fjárfesti í einu pari þó það væri ekki nema bara til að rifja upp dagana þegar maður klæddist kínaskóm alla daga :)

Vantar þig bakgrunn á síðuna þína? Afhverju ekki að nota þessa síðu?

Sumarið er komið (amk. í Kaupmannahöfn). Þá fer í hönd smoothie tími ársins þar sem maður reynir að kæla sig niður í hitanum. Þessi bók var á tilboði hérna niðri í Føtex og smellti ég mér á eintak. Ómissandi fyrir smoothie aðdáendur í sumar :)

föstudagur, maí 19, 2006

Öðru ævintýri lokið ...

Góða Sylvía Nótt. Nú er þinni dramatísku ferð til Aþenu lokið, öllum íhaldssömum evróvision tepru fíklum til mikillar gleði. Ferðin var góð og mjög gleðileg að mínu mati. Ég skal fúslega viðurkenna að ég horfi aldrei á þátt hennar þegar hann var á dagskrá Skás Eins og hafði meira að segja óbeit á stúlku en eftir að hún fór á svið með lagið sitt og tilburði þá féll ég fyrir henni.

Undankeppnin í gær var auðvitað grín. Ég held að okkar framlag, sem vissulega var grín hafi snúist upp í andhverfu sína og gert grín að gríninu, eða þannig. Ég meina gaurarnir sem sungu "We are going to win Eurovision" voru auðvitað að gera grín, kannski það hafi verið aðeins meira subtle en Silvía því þeir komust áfram í lokakeppnina, eins gerðu Finnar með sitt fágaða dauðametal. Afhverju var okkar framlag tekið svona sérstaklega fyrir sem hæðni?

Ég vona að tímar okkar í þessari keppni séu taldir, á vissan hátt held ég við séum vaxin upp úr þessari keppni. Hvernig er hægt að koma að ári með lag sem slær út Silvíu? Hvernig getum við farið að taka þetta alvarlega aftur eftir að hafa farið þessa leið í ár? Ég legg til að peningarnir fari frekar í veglega söngvakeppni innanlands eða jafnvel í eitthvað merkilegra málefni en Balkaneurovision.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ævintýrið búið...


Jæja, þá er Meistaradeildinni lokið þetta árið, flestum til mikillar ánægju. Ekki var þetta árið sem Arsenal átti að hampa bikarnum, því miður. Dómari leiksins (Norðmaður auðvitað, hvað annað?) ákvað upp á sitt einsdæmi að eyðileggja frábæra skemmtun eftir aðeins 20 mínútna leik og reka marvörð Arsenal af leikvelli. Þótt svo dómurinn hafi vissulega verið réttlætanlegur þá var það bara svo súrt að svo skildi fara á þessum tímapunkti í leiknum. Ekki bætti úr skák að þessi slaki Norðmaður átti ekki eftir að sjá til sólar í góðri dómgæslu það sem eftir lifði leiks ...

Það er alltaf næsta ár, Arsenal er lið sem er á þrusu siglingu, ungir leikmenn í hverju horni og nú er bara að bíða og sjá hvað elsku Henry minn gerir.

En nóg um knappspyrnu. Ég sit hérna heima, rigningin ætlar greinilega engan endi að taka og æfing í fótbolta eftir 3 tíma. Það veður mjöööög líklega slöpp mæting þar sem flestir vilja sennilega vera heima í sófa með einn kaldann og sjá Silvíu Nótt "fuckin" vinna þessa undankeppni. Ég mun allavega klappa fyrir henni enda sjaldan verið gefið jafn mikill skítur í eina Evróvisionkeppni.

Til hamingju Ísland.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Wet And the City

Það er blautt í kóngsins Kaupmannahöfn í dag. Eftir 10 góða sólardaga er aftur farið að kólna. Maður var kannski orðinn of góðu vanur, ég veit ekki. Eftir ca. klukkustund eða svo verður mér svo enn meira kalt þegar ég fer alla leið upp í Valby til að sparka í tuðru, grenjandi rigning og varla 10 stig á mælinum. Stefnir allt í kvef á morgun ...

Annars eru tæplega 2 mánuðir í ferð til Tenerife og ég get vart beðið. Við konan erum meira segja farin að plana næstu utanlandsferð en þá verður vonandi flogið til Nýju Jórvíkur til að taka púlsinn á öllu því nýjasta í hönnun, mat list. Allir sem farið hafa til stóra eplisins mega endilega senda mér uppástungur :)

laugardagur, maí 13, 2006

Liverpool

Ef Liverpool er svona frábært lið, afhverju geta þeir aldrei unnið úrslitaleiki í venjulegum leiktíma?!?!

föstudagur, maí 12, 2006

Radiohead myndirGleymdi alveg að post-a nokkrum myndum frá tónleiknum sl. sunnudag. Hér koma nokkrar sem eru lýsandi fyrir stemminguna sem var í höllinni og eftirpartý-inu á Peter Bangs Vej.

Tveir slakir í gatinu

Við laddmundur sitjum hér á skrifstofunni, aleinir (tja, fyrir utan nokkra vinnualka). Ástæðan er að það er almennur frídagur hér í Danmörku. Ekki veit ég tilefnið því miður en það hefur sennilega eitthvað með trúarbrögð að gera :) Reyndar er ótrúlega þægilegt að vera fifty/fifty Dani-Íslendingur vegna þess að þá ætti maður réttilega að geta tekið frídaga beggja landa. Verð að muna það næst ....

miðvikudagur, maí 10, 2006

Miðvikudags sarpurinn

Þá er komið að því að tæma sarpinn. Orðinn ágætlega fullur síðan síðast.

Nýjustu auglýsingarnar frá Apple eru kjánalegar, barnalegar en ég glotti alltaf og brosi í annað þegar ég horfi á þær.

Þessi mynd er möst fyrir flesta hönnuði og já, auðvitað alla arkítekta! Sketches of Frank Gehry fjallar og ævi og verk Frank Gehry sem hannaði ma. Guggenheim safnið á Bilbao, Spáni. Svo hefur hann líka komið í Simpsons þætti :)

Langar þig að hanna bók en ert bara ekki hönnuður í þér? Þá er Blurb málið. Búðu til þína eigin kokkabók, blogg bók eða bók um barnið þitt með þessu þægilega forriti.

Guggi benti mér á þessa auglýsingu fyrir Firefox (gerð af áhugamanni auðvitað). Víííííííííííí ....

MacZot býður þér upp á ódýra mánaðarlega áskrift og í staðin færð þú ókeypis forrit á hverjum degi. Forritin geta verið hræbilleg upp í mjög dýr forrit.

Eitt fyndið clip. Háskólanemi tekur sig til og syngur heilann söngleik í miðri kennslu. Það þarf kjark í þetta ....

Vítamín fyrir okkur hönnuðina og forritarana. Fínt portal fyrir þá sem vilja fylgjast með öllum ofurhetjunum sínum. Það er hann Ryan Carson (Carson Workshops) sem heldur þessu saman.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Til hamingju með daginn ÉG!

Þeir sem enn hafa ekki óskað mér til hamingju með daginn hafa verið settir í svörtu bókina ;)

Takk.

Smekkfull helgi


Aldeilis búið að ganga mikið á síðustu daga. Pabbi hennar Erlu og konan hans Guðrún komu í heimsókn á fimmtudaginn síðasta, afmælisdaginn hans Guðjóns Inga. Erla var búin að vera alveg á kafi í verkefni fyrir skólann sem hún svo kláraði á föstudaginn. Á föstudaginn kíktum við aðeins niður á Strikið í blíðunni sem er búin að vera hérna síðustu daga. Settumst niður á Café Norden og sleiktum sólina fram undir kvöldmat.

Á laugardeginum var svo komið að mikilvægum fótboltaleik fyrir FC Island. Við áttum FC Punanni á útivelli og mikilvægt fyrir okkur að tapa ekki stigum ef við ætluðum að blanda okkur í toppbaráttuna í ár. Blíðan var þvílík og liðið vel stemmt. Lokatölur voru 3-7 frábæru liði Íslands í hag. Einstaklega sætur sigur og vill ég meina að sjaldan hafi verið eins svakaleg innkoma eins rauðærðs manns í hægri bakvörðinn! Menn höfðu það jafnvel á orði á bekknum að þetta væri eitthvað meðfætt ... læt það nú vera. Eftir leikinn fórum við fjölskyldan ásamt "ömmu og afa" niður á Nyhavn þar sem við skelltum okkur í klukkutíma siglingu með fararstjórn. Alltaf gaman að sigla um kanala Kaupmannahafnar.

Á sunnudeginum var svo slegið upp veislu til heiðurs litlu frændunum, þeim Guðjón Inga (2 ára) og Kristjáni Daða (1 árs). Þeir eiga afmæli með eins dags millibili svo það var kjörið að slá þessu saman. Auðvitað komu fullt af gestum í heimsókn með pakka undir báðum höndum. Við sátum úti í góða veðrinu og borðum kökur og heita rétti að hætti Erlu og Heiðrúnar. Svo voru pakkarnir opnaðir og fékk Guðjón Ingi ma. risa stóran bangsa frá Bølle, þríhjól og rugguhest frá Anettu frænku sinni, bækur og liti, Kardimommubæinn, bíl, lest, kubbasett, sundkúta og auðvitað fullt af fötum og höttum :) Yndislegt, takk kærlega fyrir okkur :)

Til að fullkomna daginn fórum við betri helmingurinn á Radiohead tónleika um kvöldið með fríðu föruneyti. Tónleikarnir fóru fram í KB hallen sem er auðvitað hérna í bakgarðinum hjá okkur svo auðvitað héldum við partý fyrir fólkið áður en við þrömmuðum yfir. Tónleikarnir voru mjög góðir og fólk greinilega vel stemmt. Hitinn náði sennilega sögulegu hámarki undir lok tónleikanna og sennilega hefur hitinn farið vel yfir 50 stig þarna inni, enda engin loftræsting ... ekki einusinni gluggi!! Guðjón Ingi var svo bara hjá afa sínum og ömmu gurru uppi á hótelherbergi um nóttina í góðum gír. Algjör engill.

Gærdeginum (mánudagur) vörðum við svo í Tivoli í alveg frábæru veðri. Fórum með Guðjón Inga í öll tækin, fórum á Ítalska staðinn sem er í miklu uppáhaldi og fengum okkur auðvitað ís og pönnuköku. Virkilega ánægjulegur dagur í miðbænum.

föstudagur, maí 05, 2006

Til hamingju með afmælið sæti strákur

Litli kallinn minn hann Guðjón Ingi varð 2 ára í dag (tæknilega í gær þar sem kl. er komin yfir miðnætti). Óska honum og mér auðvitað innilega til hamingju með daginn. Afmælisveisla verður haldin á Solbakken nk. sunnudag kl. 14.00. Allir velkomnir :)

Dagurinn minn í myndum

Mig hefur alltaf langað til að mynda dæmigerðann dag í lífi mínu. Í dag tók ég mig svo til og lét af verða. Þetta er að vísu ekki alveg heill dagur hjá mér en sennilega nær hann frá 10-18. Venjulega vakna ég 7.30 og nú er kl. að ganga 1 eftir miðnætti svo ég er oft lengur frameftir en flestir Danir. Allavega, ég tók myndavélina með mér hvert sem ég fór og stillti símann á 30 mínútna áminningu. Í hvert skipti sem ég heyrði í símanum reif ég upp vélina og tók mynd, með það fyrir augum að fanga momentið. Ekkert zoom, engar uppstillingar, bara að taka mynd. Svo raðaði ég þessu saman í tímaröð og má sjá útkomuna hér til hliðar. Hvet alla til að prufa þetta við tækifæri :)

Myndina má sjá stærri og betri hér

mánudagur, maí 01, 2006

Mánudags sarpurinn

Hér er nokkuð að því markverðasta sem ég skoðaði í síðustu viku:

Super Mario Bros. á Broadway? Næstum því :)

Raggi og Gunni félagar mínir (þeir eru bræður já) eru á bak við Sigtið, nýr þáttur á Skjá Einum. Þættirnir eru settir upp sem Mockumentary og hafa eitthvað yfirbragð yfir sér sem maður hefur ekki séð áður. Hægt er að sjá alla þættina á kvikmynd.is.

Iceweb 2006 ráðstefnan gekk víst mjög vel. Þar sem ég náði ekki að sjá sjálfa ráðstefnuna fékk ég nokkrar myndir og video til að skoða:
Einar með sínar myndir
Smá video af ráðstefnunni.
Joe Clark með nokkrar myndir og hér með nokkrar myndir af íslenskri týpógrafíu.

Alltaf er ég að skoða Typetester, finnst þetta svo sniðugt tól fyrir menn eins og mig sem eru alltaf að hanna fyrir vefinn. Forritar geta notað þetta líka að sjálfsögðu.

Gleðilegan 1. maí :)