
fimmtudagur, september 28, 2006
Eftir viku ...

þriðjudagur, september 26, 2006
Rónar

Hér eru rónar ómerkilegir. Þeir hanga á sérmerktum stöðum og drekka öl í gleri á milli þess sem þeir betla fyrir mat og selja "rónablaðið" svokallaða (blað um heimilislausa). Það hefur kannski einhverntíma þótt inn að vera róni í Kaupmannahöfn (Íslandsklukkan?) en í dag er þessi starfsgrein, eins og svo margar að fyllast að erlendu vinnuafli, þá á ég við Grænlendinga. Nú eru til heilu rónafjölskyldurnar hangandi á torgunum með kassa og innkaupakörfur. Það er örugglega allt betra en að búa í snjóhúsi í Nuuk ...
Síðustu vikur hef ég þó séð nýja tegund róna ríða sér til rúms í borginni. Að vísu hef ég bara séð tvo og eru þeir báðir kvennkyns en samkvæmt skilgreiningunni "betl" þá eru þær rónar. Aðra stelpuna hef ég séð tvisvar á skyndibitastöðum borgarinnar og gengur hún á milli borða með lítinn miða sem búið er að hripa eitthvað á. Kannski vill hún bara passa börn en ég vill meina að hún sé róni.
Hina stelpuna sá ég fyrir framan matvöruverlsun í gær. Hún sat á stéttinni, ósköp sæt og snyrtileg. Hún var með sítt brúnt hár og í gallabuxum. Hún hélt á skilti sem á stóð "Hjálp, ég er svöng." Ég labbaði framhjá henni og velti fyrir mér hvort þetta væri eitthvað gabb. Kannski er að koma til stéttaskipting á meðal róna? Ég þarf að kanna þetta betur ...
sunnudagur, september 24, 2006
Kengúra, Christania og mark frá miðju


Sunnudagurinn byrjaði með látum. Fótboltaleikur í deildinni við lið De Grønne Bude. Það var varla liðin mínúta þegar ég hamra boltann af miðjunni og beint í lappirnar á Oddi ofurframherja sem var ekki lengi að nýta sér þetta færi og setti hann í netið, eitt núll fyrir okkar lið. Eitthvað urðu þeir nú pirraðir við þetta og sótti lið De Grønne látlaust fram að hálfleik og skoruðu eitt mark undir lokin og var því jafnt í hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleikinn þannig að Oddur tók við boltanum á miðjunni og flengdi hann í átt að markinu. Markmaðurinn hafði staðið of framarlega, auk þess sem hann var með sólina í augun og okkur til mikillar gleði endaði boltinn í netinu, ótrúlegt mark og við vorum komnir aftur yfir. Seinni hálfleikur var okkur meira að skapi og náðum við tökum á leiknum nokkuð örugglega. Ég átti meðal annars skalla í stöng og nokkur dauðafæri fóru fyrir ekkert. Við bættum svo við einu marki undir lokin og sanngjarn (en skrítinn!) sigur F.C Ísland staðreynd.
Nú eru tengdó farin í stóru flugvélina og á leið heim. Erla var að setja ljúffenga hænu í ofninn og verður hún snædd eftir 40 mín ca. Þá ætti þynnkan síðan í morgun loksins að renna úr manni :)
þriðjudagur, september 19, 2006
Helgar update
Var að ljúka við að horfa á heimildamyndina "I Am A Sex Addict." Hér er á ferðinni einstaklega opin og hreinskilin kvikmynd um kynlífs- og hórufíkn leikstjórans Caveh Zahedi og hvernig hann glímir við brenglaða ímynd sína á kvennfólki.
Þessi mynd var reyndar ein af tveim heimildamyndum sem ég horfði á um helgina. Hin myndin sem ég horfði á var af allt öðrum toga og fjallar hún um atburðina sem gerðust 911. Loose Change 2nd edition er fyrsta mynd Dylan Avery um hryðjuverkaárásirnar á World Trade Center. Við áhorf myndarinnar situr maður eiginlega agndofa með kjamman niður á gólf og veltir fyrir sér hvað í ósköpunum gerðist þennan dag. Dylan hefur grafið upp aragrúa sönnunargagna sem styðjast við kenningu hans um að árásin á Tvíburaturnana og Pentagon hafi verið skipulögð af ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Annars var helgin nokkuð bærileg. Þurfti að gefa eftir sæti mitt í deildarleiknum um helgina þar sem ég var búinn að lofa fjölskyldunni að fara í BonBon Land á laugardeginum. Það reyndist bara hin ágætasta skemmtun og voru flest öll tækin prufuð að sjálfsögðu.
Þegar maður mætti svo á barinn á sunnudeginum til að horfa á stórleik helgarinnar á milli Man Utd. og Arsenal þá fékk maður það auðvitað óþvegið. Það er nefnilega óskrifuð regla hjá strákum sem halda hópinn að ef maður lætur fjölskylduna ganga fyrir þá er maður "woooped." En ég tók því eins og maður og fékk meira að segja að troða því aftur ofan í þá því Arsenal vann United á heimavelli þeirra Old Trafford og ég (eini Arsenal maðurinn) hoppaði hæð mína að sjálfsögðu. Síðustu tvö skipti sem Arsenal hefur unnið United á heimavelli þá hafa þeir tekið bæði deild og bikar. Hvað gerist í ár? :)
Svo er maður bara farinn að telja niður í New York ferðina ... úfff get varla beðið!
Þessi mynd var reyndar ein af tveim heimildamyndum sem ég horfði á um helgina. Hin myndin sem ég horfði á var af allt öðrum toga og fjallar hún um atburðina sem gerðust 911. Loose Change 2nd edition er fyrsta mynd Dylan Avery um hryðjuverkaárásirnar á World Trade Center. Við áhorf myndarinnar situr maður eiginlega agndofa með kjamman niður á gólf og veltir fyrir sér hvað í ósköpunum gerðist þennan dag. Dylan hefur grafið upp aragrúa sönnunargagna sem styðjast við kenningu hans um að árásin á Tvíburaturnana og Pentagon hafi verið skipulögð af ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Annars var helgin nokkuð bærileg. Þurfti að gefa eftir sæti mitt í deildarleiknum um helgina þar sem ég var búinn að lofa fjölskyldunni að fara í BonBon Land á laugardeginum. Það reyndist bara hin ágætasta skemmtun og voru flest öll tækin prufuð að sjálfsögðu.
Þegar maður mætti svo á barinn á sunnudeginum til að horfa á stórleik helgarinnar á milli Man Utd. og Arsenal þá fékk maður það auðvitað óþvegið. Það er nefnilega óskrifuð regla hjá strákum sem halda hópinn að ef maður lætur fjölskylduna ganga fyrir þá er maður "woooped." En ég tók því eins og maður og fékk meira að segja að troða því aftur ofan í þá því Arsenal vann United á heimavelli þeirra Old Trafford og ég (eini Arsenal maðurinn) hoppaði hæð mína að sjálfsögðu. Síðustu tvö skipti sem Arsenal hefur unnið United á heimavelli þá hafa þeir tekið bæði deild og bikar. Hvað gerist í ár? :)
Svo er maður bara farinn að telja niður í New York ferðina ... úfff get varla beðið!
fimmtudagur, september 14, 2006
The Big Apple
Þá fer óðum að styttast í ferð okkar til New York. Ég er orðinn hálf stressaður þar sem ég fékk það starf að skipuleggja ferðina. Það er svo ótrúlega mikið hægt að skoða í New York og ég er hræddur um að maður missi af helmingnum. Látið mig endilega vita ef það vantar eitthvað á þennan lista.
- Empire State building
- Guggenheim safnið
- American Museum of Natural History
- Statue of Liberty
- Apple Store
- Grand Central Station
- World Trade Center Monument
- 5th avenue
- Central Park
- Brooklin Bridge
- Times Square
- Rockefeller Center
- Museum of Modern Art
- Washington Square
- Soho
- Chinatown
- Little Italy
miðvikudagur, september 13, 2006
Long time
Langt síðan ég bloggaði síðast, eiginlega allt of langt síðan. Best að punkta niður það sem hefur verið að gerast síðustu vikur.
- Ég fór til Íslands "on business" eins og jakkafötin segja.
- Stofnaði mitt eigið fyrirtæki og sagði upp 80% af núverandi starfi mínu hjá idega.
- Nýja fyrirtækið mitt heitir Skapalón hönnunarhús ehf.
- Heimasíða fyrir fyrirækið er þegar komin í loftið, kíkið á skapalon.is og njótið gleðinnar.
- Er byrjaður að vinna fyrir Landsbankann. Þá hef ég 3 af 4 bönkum landsins undir beltinu.
- Át sushi og drakk dýrindis whiskey með Einari félaga á meðan ég var í klakaboxinu.
- Sat aðalfund Íþróttafélags Guðrúnar þar sem ég bauð mig ekki fram í nokkurn skapaðan hlut.
- Skoraði fyrsta mark mitt fyrir F.C. Ísland, í eigið net.
- Skoraði mitt annað mark fyrir F.C. Ísland, í rétt mark. Glæsilegt skallamark (sjá 51 sekúndu).
- Heiðrún átti afmæli.
- Fór á Klakamótið í Gladsaxe. Frábært fjör og endaði F.C. Ísland í fjórða sæti.
- Sá Jón Auðunn nakinn. Ekki fögur sjón.
- Spilaði rúmar 500 mínútur af fótbolta á 8 dögum.
- Nældi mér í kvef.
miðvikudagur, september 06, 2006
Magni-ficent!
Jæja, þá er Magni Rockstar búinn að fá mín 30 atkvæði, læt það duga í bili. Eins og flestir Íslendingar þá settist ég fyrir framan tölvuna í morgun, flutti mig um set "tímalega" yfir til Honalulu og tók þátt í kosningunni sem ennþá er í gangi þar. Íslendingar eru svo sniðugir, alltaf að finna glufur í kerfinu. Skv. Hrafni félaga mínum voru í síðustu keppni greidd 40 milljón atkvæði. Af þessum 40 mills átti Ísland 20 milljónir, Hawaii átti 12 milljónir (Íslendingar áttu þar örugglega 11 mills) og restina átti litli heimurinn okkar. Supernova sá okkur stoltu, útsmognu, tónlistarelskandi Íslendingana aldrei koma og væri mjög eðlilegt ef Magni mundi vinna keppnina þökk sé netvæddu þjóðfélagi 300 þús. Íslendinga í norðri.
Þess má geta að Hrafn hefur komið upp spjallsíðu fyrir Magna og gengi hans í Supernova. Hana má finna hér.
Þess má geta að Hrafn hefur komið upp spjallsíðu fyrir Magna og gengi hans í Supernova. Hana má finna hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)