þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Dagarnir líða

Þá ætla ég loksins að hrista upp í þessu og bæta við færslu. Það er búið að ganga svo mikið á undanfarið að það hefur varla gefist tími til að blogga almennilega. Það verður því lagfært hér og nú.

Dagarnir líða hjá einn af öðrum og ekki ljóst við að maður sé aðeins farinn að hlakka til vorsins. Það kemur nefnilega mun fyrr hér í Kaupmannahöfn heldur en á Íslandi. Þó er ennþá kalt úti og verður vetrarflíkunum sennilega ekki pakkað niður fyrr en í mars/apríl.

Við Erla heimsóttum Ísland þann 1. febrúar og vorum í viku. Upphaflega ætlaði Erla að fara ein í brúðkaup Árnýar (vinkona hennar) og Jóhanns en vegna aðkallandi verkefnis í klakaboxinu var ég kallaður heim á sama tíma til að vinna. Ég fékk því að fara í brúðkaupið eftir allt saman sem heppnaðist alveg einstaklega vel. Verst var þó að ég missti af afmælinu hans ladda félaga sem varð einu skrefi nær þrítugu þann 2. febrúar.

Helgin sem leið var mjög viðburðarík. Á laugardeginum vaknaði ég snemma til að taka strætó upp í Gladsaxe þar sem fram fór árlegt innanhúsmót í fótbolta á vegum Icelandair. Þar var margt um manninn og yfir 10 lið sem tóku þátt. Það er skemmst frá því að segja að lið mitt Guðrún I (þau voru tvö liðin frá Guðrúnu) komst alla leið í úrslitaleikinn sem svo vannst eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni við lið Silfurrefana (Kagså). Tilfinninginn við það að sjá síðasta boltann fara inn í netið og þannig tryggja okkur sigur var ólýsandi. Ekki var verra að vinna inneign hjá Icelandair að andvirði 20 þús. kr. heldur :)

Um kvöldið var blótið mikla á Nimbs í Tívolí. Íslendingafélagið stóð fyrir risa þorrablóti þar sem mikið af fólki var komið saman til að blóta í bak og fyrir. Allur matur var að sjálfsögðu innfluttur frá klakaboxinu Íslandi og var hægt að gæða sér á hangikjeti með uppstúf, hákarli, brennivíni, hrútspungum ofl. ásamt ekta íslensku lambakjeti.

Á sunnudeginum vöknuðum við svso óvenju snemma (þrátt fyrir þynnku) og mældum okkur mót við Runa og Heiðrúnu í dýragarðinum. Þau höfðu nefnilega haft Gugga Pop í næturpössun nóttina áður. Ekki verður maður svikinn af dýragarðinum því þar er alltaf nóg að sjá. Að vísu var "nýji" ísbjörnin ekki til tals sem mér þykir miður þar sem ég var farinn að hlakka til að bera hann augum í fyrsta skipti.

Vinnan gengur vel. Er búinn að eyða vikunni niðri í Amalieborg og er þar að vinna með Íslandsbanka teyminu í augnablikinu. Það er gott að komast út úr húsinu aðeins. Auðvelt að vera smá þunglyndur í versta skammdeginu :)

mánudagur, febrúar 06, 2006

Heilagt stríð!

Múhammeð var kynvillingur og trúleysingi. Sjálfur skeini ég mér Kóraninum og gef skít í Íslam.