fimmtudagur, apríl 27, 2006

Iceweb 2006

Þá fer hún að byrja bráðum, stærsta net ráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi frá upphafi, eða svo vilja menn meina. Mér finnst þetta göfugt framtak og óska þess að allt gangi vel á ráðstefnunni um leið og ég græt að að vera fastur í Kaupmannahöfn og ekki komast til að hitta allar hetjurnar.

Ég fékk það skemmtilega verkefni að henda saman merki og bréfsefni fyrir þennan viðburð og fá þeir sem sækja ráðstefnuna að bera útkomuna augum. Þetta var nú reyndar klassískt "low budget - no time" verkefni en svoleiðis verkefni geta oft verið skemmtileg þar sem maður fær engan tíma til að hanga yfir hlutunum. Þetta er eins og hraðskák, nema í stað taflborðs þá nota ég Adobe Illustrator.

Vonandi verður boðið upp á einhverskonar post round-up eftir fundarhöldin og þeir sem ekki náðu að sjá fyrirlesarana geti kynnt sér hvað þeir höfðu að segja með niðurhali á fyrirlestrum, streymandi video-i eða annað slíkt. Hey, ég meina er þetta ekki internet ráðstefna?!?

þriðjudagur, apríl 25, 2006

12 mínútur

Nú þegar sumarið er farið að segja all verulega til sín er ekki úr vegi að draga fram reiðskjótann og hjóla í vinnunna. Við laddmundur erum komnir á nýjan stað í miðbænum, á Vestebrogade 74 (við hliðina á Føtex fyrir þá sem þekkja til). Þetta er nefnilega einstaklega þægilegur fararmáti og mun sneggri en bílar og almennings samgöngur. Svo fer maður bráðum að geta hjólað þetta á stuttbuxum og stuttermabol einum saman :D

mánudagur, apríl 24, 2006

Helgin

Þá er enn ein helgin liðin. Fyndið hvað maður þarf alltaf að reyna að muna hvað maður var að gera sl. föstudag og laugardag. Föstudagurinn var bara nokkuð rólegur, laugardagurinn líka. Við feðgar vorum bara mikið heima fyrir á meðan Erla var að ná sér inn í lærdóminn aftur eftir nokkra daga veikindi. Á sunnudaginn var svo fyrsti fótboltaleikur tímabilsins á mót grófum, illa spilandi, skota elskandi, kjaftbrúkandi vælukjóum í Celtic. Án þess að fara út í allt of mikil smáatriði þá töpuðum við leiknum 2-0 og því fyrsta tap Guðrúnar í langan tíma staðreynd ...

föstudagur, apríl 21, 2006

Föstudags sarpurinn

Yahoo er að skipta um útlit! Verður spennandi að sjá meira af þessu.

IceWeb ráðstefnan verður haldin heima í næstu viku og er ég víst að hanna merki og annað fyrir þessa ráðstefnu. Fyrir mig og aðra sem ekki komast á ráðstefnuna og eru staddir í Kaupmannahöfn í byrjun júní þá mæli ég með Reboot!

Badboy er með lista fyrir mestu vef hönnunar mistök á árinu 2005 (Biggest Web Design Mistakes of 2005)

Digg er sniðugt. Þar velur fólkið bestu greinarnar. Sjálfur er ég búinn að setja upp user en á eftir að digga nokkrar greinar :)

Hugh Macleod teiknar skopmyndir aftan á nafnspjöld. (hann var einmitt gestur í Gillmor Gang (sjá síðustu færslu)).

Gillmor Gang

Hlustaði á nokkuð skemmtilegt podcast í gær sem Egill kunningi linkaði í. Þar eru nokkur nafntoguðustu nöfnin í bransanum að ræða saman um allt milli himins og jarðar. Þar fer fremstur í flokki Steve "mono rödd dauðans" Gillmor. Allavega fannst mér nokkir góðar punktar í þessum þætti og hafði ég þá sérstaklega gaman að business módúl Mike Arrington:

"If I was 17 years old right now I would hire 50 people in India to play World of Warcraft and build up characters and gold and weapons and then I would sell it all on Ebay"

Snilld.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Guðjón Ingi

Hafði ekki ennþá post-að mynd af gullinu mínu jafnvel þótt myndasafnið sé 90% hans eign. Hér er ein mynd tekin í fyrrasumar í kirkjugarðinum í Frederiksberg þar sem amma hans og afi eru grafin.

Tunglhjarta

Tók þessa mynd fyrir austan. Opið ljósop og fullt tungl. Svo er bara að "teikna" með myndavélinni :) Ég teiknaði hjarta ...

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Shake-y legs

Hafið þið einhvern tíma unnið eða setið við hliðina á manneskju sem er með krónískan hrista fótinn sjúkdóm. Laddi vinur minn er þannig, hann hristir fótinn sinn undir borðinu allan daginn og veit ekki einusinni af því!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Nafnaþvæla

Rétt áðan ætlaði ég að prufa að ganga í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa búið til Flickr síðu með myndunum sínum. Þetta batterí er eins og svo mörg önnur í eigu Yahoo. Gallinn við þetta er hinsvegar sá að þegar kemur að því að búa til nýjan account þá þarf maður amk. nokkra klukkkutíma til að finna eitthvað sem hægt er að nota! Þar sem ég heiti ekki ekta íslensku nafni hefur alltaf verið örlítið erfitt fyrir mig að búa til notandanafn sem stendur út. Stutta nafnið "jonni" gengur heldur ekki alltaf því margir úti í heiminum eru greinilega kallaðir jonni, þá sérstaklega í Finnlandi (go figure). Fyrir mörgum árum bjó ég til account hjá Yahoo og gekk ég svo langt að búa til "jonni1977jonni". Eins og gefur að skilja hef ég ekki notað það mikið enda ónothæft með öllu. Ekki gekk betur áðan þegar ég reyndi eftirfarandi: "jonathan, jonathangerlach, jonathan_gerlach, jonni, jonni1977, fuckyahoo, fuckingmotherfucker, fuckinshit" Ekkert af þessu virkaði svo ég gafst bara upp. 

Sumir hafa lent í þessu á blogger líka þótt vandamálið sé ekki eins alvarlegt þar. Það sem er mest pirrandi er að þessi notandanöfn og síður eru flest í eigu einhverra aumingja sem skrá sig inn einu sinni og hafa svo ekki snert við þessu síðan. Það ætti bara að henda þessu fólki út og gefa nýju fólki séns á að búa sér til nafn sem ekki inniheldur 15 stafi! Amk. að gefa þeim viðvörun ........

Nashyrningur


Fórum í dýragarðinn á Jótlandi um helgina. Komst svo nálægt þessum nashyrning að ég gat næstum því klappað honum.

Slappir páskar

Eitthvað er búið að vera rólegt í blogginu yfir páskana enda fórum við fjölskyldan til Árósa um helgina. Fengum þar íbúð að láni og ætluðum að skella okkur í Lególand ásamt Runa og Heiðrúnu, Ástþóri og Ásrúnu og börnum á laugardeginum. Eitthvað varð lítið úr þeirri heimsókn hjá minni fjölskyldu þar sem Guðjón Ingi fékk hita og varð veikur alla helgina. Ekki skánaði það þegar Erla fékk sömu pest og nú liggja allir fyrir hér heima í slappleika. Að vísu fórum við í Drive-through dýragarð á sunnudeginum sem varð að ágæis skemmtun. Keyrðum bílana næstum upp að ljónunum, gíröffunum og buffalóunum að maður gat næstum klappað þeim út um rúðuna, nokkuð magnað. Kannski ég post-i mynd af nashyrningi sem ég komst svo nálægt að það mætti halda að ég væri með zoom-linsu á vélinni (var í rauninni bara með 18-55 kit linsuna :)). Misstum svo af páskamatnum hjá runa og heiðrúnu í gær sökum fyrrgreindra veikinda en þau voru svo almennileg að senda okkur hluta af matnum svo páskarnir yrðu ekki algjört bust, þau eru svo frábærir vinir að eiga :) Nú tekur bara við venjuleg vinnuvika og ég er strax farinn að telja niður í sólarlandaferðina í júlí ... og eitt í viðbót, sumarið er komið!!! :D

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Páskarnir

Þá eru páskarnir gengnir í garð. Kærkomin hvíld frá vinnunni er vel þegin. Um helgina ætlum við fjölskyldan, ásamt Runa & co. að skella okkur til Árósa. Á laugardeginum ætlum við svo að kíkja í Legoland með börnin. Það verður sko mikið fjör, maður lifandi!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Ferðalög


Ekki hægt að segja að maður sé hokinn af reynslu í ferðalögum ....... 3% af öllum heiminum og ég að nálgast þrítugt.
Hvað með þig?

Api


Fórum í dýragarðinn í gær (þriðja helgin í röð hjá mér :)) og fékk ég þennan apa til að taka nokkrar pósur.

laugardagur, apríl 08, 2006

Dark Knight


Ég sveik víst að post-a einni ljósmynd í gær svo ég ætla að bæta það upp með þessari mynd af Reiðmanninum mikla. Hann er staðsettur við Bredegade í Kaupmannahöfn fyrir áhugasama.

Amalienborg


Tók þessa mynd úr miðju Amalienborgar torgs í Norð-vestur. Skrifstofan mín (Glitnir) er staðsett fyrir ofan króatíska fánann (ef þið náið að spot-a hann :))

föstudagur, apríl 07, 2006

Nýjasti tölvupósturinn

Að hætti Ragga félaga ætla ég að birta 20 síðustu subject línur úr póst forritinu mínu :)
(Þetta fer auðvitað ekkert lengra ;))

· RE: Hveragerði
· RE: Forsíða
· Urgent
· RE: Ræðarar
· FW: Myndir
· FW: Ræðarar
· FW: Fréttabréfið
· Re: iCHat?!
· Forsíða
· RE: Annata leitar að úrvalsfólki.doc
· RE: gengi hlutabréfa á forsíðu
· RE: 2 mál
· RE: Verkefnið
· RE: A/S umsóknir
· Re: Nýtt veftré
· Fw: Logó_HVERAG
· FW: Myndirnar sem þarf að breyta.
· RE: Uppkastið kemur á allra næstu dögum ...
· Re: Heimilisfang í DK
· Re: Almenni.psd

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Útsýni


Ef ég stend úti á svölunum á skrifstofunni þá blasa þessir bílar við mér þegar ég lít niður og til vinstri.

Þægindi

Snilldin við að eiga makka er að geta post-að á bloggið beint úr desktopinu með Blogger widgetinu sínu :)

Sígarettur

Það vakti athygli mína frétt á mbl áðan sem fjallaði um hækkun skatta á tóbaki. Ég stóð á fætur og klappaði fyrir þessari þessari lesningu. Það er talið að á næstu 50 árum væri hægt að bjarga 114 mannslífum bara með því einu að hækka skatta. Það skal tekið fram að sígarettur drepa hvorki meira né minna en 5 milljónir manna á ári hverju, það eru hreint út sláandi tölur.

Ég hef alltaf verið mikill andstæðingur sígarettureykinga, það mætti ganga svo langt og segja að ég hef óbeit á fólki sem reykir. Ég get ekki gert að því, fólk sem blæs þessum tjörumettaða, eitraða reyk framan í mig og mína fjölskyldu á bara skilið að deyja! Sterk orð, ég veit en ég er viss um að innst inni hugsar þú (sem reykir ekki) "mikið er ég sammála."

Ég hef líka oft velt því fyrir mér hvað mundi gerast ef td. Ísland mundi banna alfarið reykingar í landinu? Ísland er einmitt kjörið til að prufa eitthvað svona byltingarkennt því við erum svo fá og búum þar að auki á eyju. Ætli fólk mundi flytja eitthvað annað aðeins til þess að geta tottað á tjörupinna? Skilja við fjölskylduna og vinnuna bara til að fá meira nikótín? Ég held ekki. Ísland gæti verið þekkt sem "Reyklausa landið" og hlotið mikla viðurkenningu fyrir. Er þetta nokkuð svo langsótt hugmynd?

Frostgreinar

mánudagur, apríl 03, 2006

Wulff hittir naglann á höfuðið

Hérna hittir Wulff naglann á höfuðið, enn og aftur :)

Helgin

Aldeilis prýðileg helgi að baki. Föstudagskveldið fór í pizzu og bjór með strákunum uppi á Solbakken. Ætluðum svo að henda okkur í nýja keilusalinn þarna rétt hjá en þegar við komum vorum við spurðir hvort við værum búnir að panta braut!! Ekki vorum við búnir að gera það (enda allt of vanir að fara bara í Keiluhöllina) svo við við löbbuðum aftur heim :)

Laugardagurinn fór í verslunarferð í IKEA og Adidas outlet-ið sem er þar við hliðina. Mikið rosalega er hægt að gera góð kaup þar. Keyptum skó á Guðjón Inga fyrir skitna 200 DKR og ég keypti mér íþróttasokka, stakk og poka utan um takka skóna. Mæli með þessu. Restin af deginum fór svo í að mynda brúðkaup Ómars og Hönnu Gunnu. Ég tók myndir í kirkjunni sem og í veislunni sem haldin var í sal uppi í Hellerup. Allt gekk að óskum (fyrir utan smá rigningu) og ég er bara nokkuð sáttur með útkomuna.

Sunnudagurinn var blautur, fórum hjólandi í dýragarðinn og eftir hálftíma þar ákváðum við að snúa við og halda aftur heim því þetta var orðið hálf leiðinlegt. Fórum heim og biðum eftir Árnýu og Jóhanni sem ætluðu að fá að gista hjá okkur í eina nótt áður en þau færu til útlanda. Þau fóru semsagt til Lanzarote í morgun og fékk ég að veifa til þeirra á flugvellinum um leið og ég steig upp í bílinn þeirra og "rændi" honum í næstu 14 daga :D Fínt að vera kominn með bíl ...

Til að toppa þetta fékk ég tölvuna mína aftur sem ég er búinn að sakna í mánuð. Hún er búin að vera í viðgerð heima á Íslandi og hefur allt verið úr skorðum á meðan ég hef verið með aðra vél. Dagurinn fer því í að skipuleggja vélina aftur og koma öllu í samt horf.

Ísbjörn


Mynd tekin af ísbirninum í Zoologisk Have í Kaupmannahöfn.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Kirkjan


Mynd af Sankt Pauls kirke eftir brúðkaup Hönnu Gunnu og Ómars.