mánudagur, apríl 03, 2006

Helgin

Aldeilis prýðileg helgi að baki. Föstudagskveldið fór í pizzu og bjór með strákunum uppi á Solbakken. Ætluðum svo að henda okkur í nýja keilusalinn þarna rétt hjá en þegar við komum vorum við spurðir hvort við værum búnir að panta braut!! Ekki vorum við búnir að gera það (enda allt of vanir að fara bara í Keiluhöllina) svo við við löbbuðum aftur heim :)

Laugardagurinn fór í verslunarferð í IKEA og Adidas outlet-ið sem er þar við hliðina. Mikið rosalega er hægt að gera góð kaup þar. Keyptum skó á Guðjón Inga fyrir skitna 200 DKR og ég keypti mér íþróttasokka, stakk og poka utan um takka skóna. Mæli með þessu. Restin af deginum fór svo í að mynda brúðkaup Ómars og Hönnu Gunnu. Ég tók myndir í kirkjunni sem og í veislunni sem haldin var í sal uppi í Hellerup. Allt gekk að óskum (fyrir utan smá rigningu) og ég er bara nokkuð sáttur með útkomuna.

Sunnudagurinn var blautur, fórum hjólandi í dýragarðinn og eftir hálftíma þar ákváðum við að snúa við og halda aftur heim því þetta var orðið hálf leiðinlegt. Fórum heim og biðum eftir Árnýu og Jóhanni sem ætluðu að fá að gista hjá okkur í eina nótt áður en þau færu til útlanda. Þau fóru semsagt til Lanzarote í morgun og fékk ég að veifa til þeirra á flugvellinum um leið og ég steig upp í bílinn þeirra og "rændi" honum í næstu 14 daga :D Fínt að vera kominn með bíl ...

Til að toppa þetta fékk ég tölvuna mína aftur sem ég er búinn að sakna í mánuð. Hún er búin að vera í viðgerð heima á Íslandi og hefur allt verið úr skorðum á meðan ég hef verið með aðra vél. Dagurinn fer því í að skipuleggja vélina aftur og koma öllu í samt horf.

Engin ummæli: