mánudagur, júlí 31, 2006

Sólarlönd

Ennþá er maður í sumarfríi. Ekki er þó að marka það hér á blogginu enda er maður einstaklega latur að halda því við þegar hægt er að gera allt annað á meðan :)

Komum til baka frá Tenerife á Spáni sl. þriðjudag og áttum við þar ánægjulegar 2 vikur. Við vorum staðsett á Fanabe ströndinni við Playa De Las Americas og var þar allt umhverfi til fyrirmyndar. Rútuferðin frá flugvellinum var þó heldur skuggalegt (drasl og dauði út um allt!) og skilur maður alltaf betur og betur afhverju fólki finnst ferðin frá Leifsstöð vera tilkomumikil.

Það var greinilegt frá fyrsta degi að Tenerife er sælureitur feitra Breta. Í sundlaugagarðinum á hótelinu flatmöguðu þeir á milli þess sem þeir reyktu og tróðu í sig skyndibita. Einnig fór mikið fyrir Svíum á hótelinu og þótt þeir séu heldur grennri og spengilegri þá vita flestir sem mig þekkja að þeir eru upp til hópa fávitar.

En fyrir utan feita Breta og leiðinlega Svía þá fór mest fyrir blessuðum Íslendingnum. 300 þús manna eyja og mætti halda að hún hefði verið öll í sumarleyfi á Tenerife. Heppilega bókuðum við okkur í gegnum danska ferðaskrifstofu og vorum við því einu Íslendingarnir á hótelinu. Við vorum þó varla búin að labba í 10 mínútur frá hótelinu áður en við rákustm á fyrstu Íslendingana. Maður þarf ekki að heyra tungumálið, maður bara sér það. Það var sama hvert maður fór, allstaðar voru Íslendingar á ferli, jafnvel þegar við fórum langa leið í dýragarðinn rákumst við á 4 Íslendingahópa og hitti Erla meira að segja frænda sinn þar! Þetta er auðvitað ótrúlegt.

Íslendigar farandi í slíkar reysuferðir á hápunkti verðbólgunnar eru ekki öfundsverðir. Evran lengst uppi í skýjunum og sér ekkert fyrir lækkun. Hvert sem maður fór, verkjaði mann í budduna, enda ekki annað hægt þegar maður fer út að borða öll kvöld :)

En maður er loksins kominn heim, heim í hitabylgju. 10 dagar á Spáni ætti að vera nóg fyrir hvaða Íslending finnst mér. Þeas ef hann býr í Danmörku, ekki Íslandi ;)

mánudagur, júlí 10, 2006

Bæ, bæ HM - Hello Spánn!

Mánaðarlöngu knattspyrnumaraþoni lauk með dramatískum hætti í gær þegar mínir menn, Frakkar þurfu að láta í minni pokann fyrir Ítölum. Þessir spilltu, spagettíétandi fávitar fóru með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni þar sem markmenn beggja liða hefðu alveg eins getað staðið á hliðarlínunni á meðan. Það sem aðskildi gullið frá silfrinu þetta árið var sláarskot, sem með smá heppni hefði alveg getað endað í netinu.

Kærkominn sigur fyrir flesta leikmenn Ítala sem fá að spila í neðri deildum ítölsku deildarinnar á komandi tímabili ... hí á þá.

En nóg um það, 2 ár í EM og ég er strax farinn að telja niður dagana :)

Nú er aðeins hálfur sólarhringur í langþráða sólarlandarferð með fjölskyldunni til Tenerife. Þar sem bann hefur verið lagt við öllum tölvubúnaði í ferðinni verður væntanlega lítið bloggað næstu 2 vikurnar en kannski maður nái að skjóta inn einni til tveim færslum úr hótel lobby-inu ... sjáum til :)

Hafið það gott á meðan :)

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Fimmtudags sarpurinn

Fullt af gömlu drasli í sarpnum sem ég hef ekki nennt að tæma fyrr en núna.

Þessi gaur er rosalegur. Hann heitir Joe Mikulik og er þjálfari í minor league hafnaboltaliði í Bandaríkjunum. Virkilega góð fyrirmynd.

Hann Vincent Ferrari vildi segja upp AOL reikningnum sínum og hringdi því í þjónustuverið. Þetta var útkoman ...

Þessar myndir/auglýsingar innan á almennings baðherbergjum í Tælandi eru svolítið sniðugar.


Hver vill ekki eiga Dazed & Confused á DVD? Hér er umsögn um þessa frábæru mynd. (Takið eftir Renee Zellweger í smáhlutverki á fyrstu myndinni)

Ef ég kynni að vera góður hönnuður þá mundi ég vilja vera þessi gaur ...

Ég á iPod! Nú get ég gónt á Podköstin mín og þættina mína á meðan ég er á dollunni. Í STEREO!

Draumurinn er hér! Ef þú ert að leita þér að nýju sjónvarpi (skjá?) þá er þetta tæki málið. Það reyndar ekki "HD ready" en það er sennilega afþví að þetta er "HD SKJÁR!" :)

Svo ein að lokum. Þessi auglýsing er bara of fyndin. Tag-line lesist upphátt :D

mánudagur, júlí 03, 2006

Sommerferie!

Þá fer þetta að bresta á. Nú er aðeins 8 dagar í langþráða sólarlandaferð með fjölskyldunni. Á þriðjudaginn í næstu viku verð ég sitjandi við sundlaugabarinn á Tenerife með Margaritu í annari og sunblock-ið í hinni.

Vikan var ánægjuleg. HM og aftur HM. Fór snemma heim úr vinnunni á föstudeginum til að horfa á enn eitt jafnteflið og vítaspyrnukeppni. Þjóðverjar fóru að lokum með sigur af hólmi þökk sé mínum manni Jens Lehman. Ef ég hefði fengið að vera í hópi blaðamanna eftir leikinn þá hefði ég ekki gert athugasemdir við leikstíl beggja liða, þvert í móti. Ég hefði sagt Argentínumönnum að sítt hár er aljgörlega úr tísku og Þjóðverjunum að aflitað hár og strípur er ekki að gera sig eins vel og fyrir 20 árum.

Daginn eftir tók svo við meiri fótbolti og horfði ég á "mitt lið" England fá sömu örlög og Argentínumenn höfðu fengu kvöldið áður, tap í vítaspyrnukeppni. Þá er ekkert eftir nema að halda með Henry og hinum ellismellunum í Franska landsliðinu.

Sunnudagurinn fór í það sem er farið að verða vikulegur viðburður, dýragarðsferð með Guðjón Inga. Þar sem ég fjárfesti í reyðhjóli um daginn er dýragarðurinn ekki nema í 10 mínútna fjarlægð og það kunna sumir litlir peyjar vel að meta.

Nú sit ég hér í steykjandi hita á skrifstofu v74 við Vestebrogade og tel niður dagana. Sumarfríið hefst formlega á fimmtudag og því best að vera með öll vinnutengd mál á hreinu fyrir þann tíma.