mánudagur, júlí 03, 2006

Sommerferie!

Þá fer þetta að bresta á. Nú er aðeins 8 dagar í langþráða sólarlandaferð með fjölskyldunni. Á þriðjudaginn í næstu viku verð ég sitjandi við sundlaugabarinn á Tenerife með Margaritu í annari og sunblock-ið í hinni.

Vikan var ánægjuleg. HM og aftur HM. Fór snemma heim úr vinnunni á föstudeginum til að horfa á enn eitt jafnteflið og vítaspyrnukeppni. Þjóðverjar fóru að lokum með sigur af hólmi þökk sé mínum manni Jens Lehman. Ef ég hefði fengið að vera í hópi blaðamanna eftir leikinn þá hefði ég ekki gert athugasemdir við leikstíl beggja liða, þvert í móti. Ég hefði sagt Argentínumönnum að sítt hár er aljgörlega úr tísku og Þjóðverjunum að aflitað hár og strípur er ekki að gera sig eins vel og fyrir 20 árum.

Daginn eftir tók svo við meiri fótbolti og horfði ég á "mitt lið" England fá sömu örlög og Argentínumenn höfðu fengu kvöldið áður, tap í vítaspyrnukeppni. Þá er ekkert eftir nema að halda með Henry og hinum ellismellunum í Franska landsliðinu.

Sunnudagurinn fór í það sem er farið að verða vikulegur viðburður, dýragarðsferð með Guðjón Inga. Þar sem ég fjárfesti í reyðhjóli um daginn er dýragarðurinn ekki nema í 10 mínútna fjarlægð og það kunna sumir litlir peyjar vel að meta.

Nú sit ég hér í steykjandi hita á skrifstofu v74 við Vestebrogade og tel niður dagana. Sumarfríið hefst formlega á fimmtudag og því best að vera með öll vinnutengd mál á hreinu fyrir þann tíma.

Engin ummæli: