sunnudagur, september 30, 2007

Celtic spilarinn!


I dag spiludum vid laddi fyrsta leikinn okkar fyrir Skotana i Celtic. Leikurinn fór 2-2 og skoradi ég audvitad eitt B-)

föstudagur, september 21, 2007

Er eitthvad fyndnara! :-)



Sigur Rós Hlemmur


Nýji DVD diskurinn minn og tónlistin úr heimildamyndinni Hlemmur var að lenda. Ég er að skoða þennan fágaða disk og ætla að stinga honum í spilarann rétt bráðum. Nice job.

fimmtudagur, september 20, 2007

laugardagur, september 15, 2007

föstudagur, september 14, 2007

laugardagur, september 08, 2007

Sony Bravia!


Nyr sjónki á heimilinu :-)

miðvikudagur, september 05, 2007

3G - Ný þjónusta eða enn ein anal ríðingin?


Ótrúlegt hvað Síminn er að slá sig til riddara "með að vera fyrstir á Íslandi með 3G" ... á ekki að taka það fram líka að þið eruð síðastir í allri Evrópu til að taka upp þessa þjónustu? Í Danmörku þar sem allt er ljósárum á eftir í þrónu (að manni finnst) var 3G staðallinn tekin í notkun fyrir meira en 3 árum síðan!! Það eru meira að segja til fyrirtæki í allri Skandinavíu sem sérhæfa sig í þriðju kynslóðar símum.

En ætli það hafi nokkuð borgað sig fyrir Símann að fara út í þriðju kynslóðar síma fyrr en núna, þeir hafa örugglega haft það náðugt við að rukka viðskiptavini sína krónur fyrir káin og skilað feitum gróða fyrir forstjórann svo hann geti byggt sér flottasta sumarbústaðinn í Skorradal. Nú vantar honum nýjan bílskúr og er því er verið að kynna nýjasta gróðaskamið. Nú verða sko allir teknir í rassgatið fyrir að nýta sér þessa þjónustu, video samtalið kostar örugglega 500 kall og þú mátt ekki fara inn á mbl.is með símanum þínum án þess að borga, borga, borga fyrir umfram þetta og umfram hitt. Svo til að láta þetta allt líta vel út gefa þeir samtökum heyrnalausra síma fyrir framan myndavélarnar. Hvar voruð þið fyrir 3 árum spyr ég?!

Þetta er Síminn.

(ágætar auglýsingar samt ... hálf kaldhæðnislegt að Guð-maðurinn sjálfur Jón Gnarr skuli leika Júdas!)

sunnudagur, september 02, 2007