laugardagur, september 24, 2005

5 random hlutir um mig

1. Ég pissa oft sitjandi.
2. Ég hata stöðumælaverði út af lífinu.
3. Ég verð að fá Boozt amk. einu sinni á dag.
4. Ég á einn og hálfan bróðir.
5. Ég fæ gæsahúð við að horfa á góða movie trailer-a.

Ætli ég klukki ekki ladda "félaga", ómar "bro" og evu "skoffín" :)

föstudagur, september 23, 2005

My Name Is Earl = Snilld

Þeir sem þekkja mig vita að ég hata veruleikaþætti og í dag finnst fátt annað í sjónvarpinu en einmitt veruleikaþættir. Suma dagana er maður heppinn og dettur niður á góðan þátt og var gærdagurinn einmitt þannig dagur. My Name Is Earl er ný þáttaröð á NBC sem skartar Jason Lee í aðalhlutverki. Þeir sem til hans þekkja vita að maðurinn er snillingur. Svo ef þið eruð orðin jafn þreytt og ég á þessum síendurteknu veruleikaþáttum í sjónvarpinu þá er vert að kíkja á Earl.

fimmtudagur, september 22, 2005

Shakeskin í Riga

Endurkoma frá Riga

Þá eru 4 dagar frá því að við félagarnir komum frá Riga. Þrír dagar af stanslausu (eða svo til) sulli er eitthvað sem er löngu úr mér gengið. Ég man þegar maður var á Benidorm í gamla daga og drakk maður sig þá í hel alla daga og alla nætur. Nú er aldurinn farinn að segja til sín og segist mér svo hugur að það verði langt í næsta bender. Kannski maður fái sér einn kaldann úr ísskápnum ...