miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Allt er þegar tvennt er

Þá er afhendingu Vefverðlaunanna lokið. Þau fóru fram við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær. Þar sem ég bý erlendis sá ég mér ekki fært að mæta á verðlaunin sem ég hefði betur gert því ég vann til tvennra verðlauna (þegar ég segi "ég" þá á ég auðvitað við mig og alla þá sem unnu með mér). Verðlaunin fékk ég fyrir vef Íslandsbanka, isb.is. Þau voru veitt fyrir besta fyrirtækjavefinn og besta útlit og viðmót. Mbl.is fékk svo verðlaun sem besti Íslenski vefurinn fyrir nýja leitarvél sína Embluna. Einnig fékk síða Skjásins verðlaun fyrir afþreyingu og vefur Árna hamstur fékk svo verðlaun fyrir besta einstaklingsvefinn. Það sem hefur þó varpað svörtum bletti á þessa annars ágætu hátíð er fólk sem finnur sig neytt til að fara af stað með samsæriskennigar, þessi þekkir þennan, sem þekkir þennan, sem er í dómnefnd. Það voru meðlimir í dómnefnd sem gátu ekki verið hlutlausir en varamenn voru fengnir til að taka þeirra stöðu ef upp komu hagsmunaárekstrar. Ég hef setið í þessari dómnefnd og get fullvissað alla um að hér fer fram heiðarleg og markviss kosning innan dómnefndar.

Ég læt þetta duga í bili. Ég ætla að njóta verðlaunanna, laus við alla neikvæðni og svartsýni sem virðist einkenna suma Íslendinga.

Lifið heil.

Murr me good

Fór á Mugision tónleika á föstudagskvöldið. Ég ætla ekkert að vera að skafa af hlutunum, maðurinn er snillingur! Við runi gerðumst svo danskir að við hjóluðum á tónleikana með aðra höndina á stýrinu og hina um ískalda bjórflösku. Mannmergðin var mikil þegar við gengum inn í reykmettann salinn á Mini Vega. Reykurinn vandist þó fljótlega og ekki leið á löngu þar til meistari Mugison steig á sviðið. Hann byrjaði kvöldið á ansi vafasömum nótum þegar hann byrjaði að tala um hvílíka skitu hann hefði verið með rétt áður en hann fór upp á svið. Að hans sögn veitti þó alltaf á gott að fá skitu rétt fyrir tónleika.

Þetta eru mínir fyrstu tónleikar með Mugison, ég hef aðeins hlustað á diskana hans en aldrei virkilega dottið í gírinn eins og svo margir mínir félagar (Eiki :)) En þarna stóð hann með gítarinn að vopni og einn lítinn soundsampler og maðurinn var eins og heil helvítis hljómsveit. Áður en varði var hann farinn að hamast á tækinu, blanda saman tónum, taka upp áhorfendur og mixa þessu saman í eitthvað sem aðeins má líkja við frumsamin hljóðljóð. Svona hélt hann áfram fram eftir kvöldi og meira að segja blindfullu danirnir sem stóðu fyrir aftan okkur og mösuðu fyrstu 20 mínúturnar af tónleikunum voru farnir að hlusta.

Eftir mikið lófaklapp og ósk um endurkomu á sviðið steig meistarinn aftur á stokk og tók þá lag sem er sennilega það eina sem ég get raulað með, lagið Murr Murr. Það fer ekkert á milli mála að Mugison er án efa eitt mesta efni okkar Íslendinga í dag, hands down.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Mugison

Við runi ætlum að skella okkur á Mugison á morgun. Tónleikarnir verða að sjálfsögðu á Vega :)

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Lestarugl

Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessum lestum hérna í Danmörku. Ekki lestunum sjálfum beint heldur þeirri staðreynd að þær eru alltaf í einhverju rugli, seinar eða bilaðar.

Þó er allt betra en að keyra bíl. Sakna þess ekki neitt :)

mánudagur, nóvember 21, 2005

Lömbin þagna

í gær buðum við runa og Heiðrúnu, Þórunni og Þórhalli heim í mat. Eldað var dýrindis íslenskt lambalæri sem tók alls 3 klukkutíma að matreiða. Boðið var upp á ekta íslenskar grænar baunir sem svo var skolað niður með ísköldu malti&appelsíni. Ekki laust við smá heimþrá um leið og maður renndi þessu öllu saman niður. Ekki nema tæpar 4 vikur í heimför samt ...

Annars var helgin nokkuð góð í heildina. Fórum í labbitúr á laugardeginum, það er svo fallegt vetrarveðrið hérna í Kaupmannahöfn, skítkalt en sól og blíða. Skellti mér svo með ladda "T-bone" í fótbolta í gær (sunnudag) og tókum við á því ásamt 8 öðrum Íslendingum í fúsbolta. Hefði viljað lúra örlítið lengur í morgun ...

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Helgin

Djöfull getur maður verið latur við að skrifa. Það nær engri átt. Anyway, fátt annað að gera en að redda því í hvelli með því að útlista hvernig síðustu dagar hafa liðið. Fór til Íslands með fjölskylduna í síðustu viku. Nokkra daga vinnuferð sem Erla og Guðjón Ingi ákváðu að nýta til að sækja fjölskylduna heim. Vinna á fimmtudeginum og fundarhöld allan föstudaginn, var orðinn frekar þreyttur. Vorum í góðu yfirlæti hjá Jóhanni og Hildi tengdó, enda ekki að búast við öðru. Fórum svo úr klakaboxinu á sunnudeginum, fegin að vera komin aftur heim í danska veðráttu aftur.

Þrátt fyrir slaka daga í mínu eigin bloggi hef ég verið að koma fjölskyldunni í bloggið á meðan. Setti nefnilega upp síðu sem gengur undir heitinu Akurgerði og eru flestir fjölskyldumeðlimir búnir að skrá sig og byrjaðir að blogga. Einstaklega gaman að geta fylgst með því hvað þau eru að gera á meðan maður er sjálfur erlendis. Kíkið endilega á það :)

Lestin á leiðinni, best að henda sér. Bæ í bili.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Tussuleg helgi

Þá er helgin yfirstaðin. Var frekar tussuleg í þetta skiptið. Byrjaði helgina á því að liggja rúmliggjandi með magaverki eftir allt nammiátið á föstudagskvöldinu. Lág svo fyrir mest alla helgina með makakrampa og lystarleysi. Það var þó ánægjulegt að sjá Chelsea tapa sýnum fyrsta leik í deildinni og það á Old Trafford. Nú er bara að vona að þeir taki flugið ... beint niður. Nú er maður allur að koma til og hlakkar mikið til komandi viku, enda mikið að gerast ... :)

föstudagur, nóvember 04, 2005

Danskar köngulær

Hvar annarstaðar en í Danmörku er maður að labba úti á miðri götu og allt í einu flækist maður í köngulóavef? Þær eru bókstaflega allstaðar ...