þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Helgin

Djöfull getur maður verið latur við að skrifa. Það nær engri átt. Anyway, fátt annað að gera en að redda því í hvelli með því að útlista hvernig síðustu dagar hafa liðið. Fór til Íslands með fjölskylduna í síðustu viku. Nokkra daga vinnuferð sem Erla og Guðjón Ingi ákváðu að nýta til að sækja fjölskylduna heim. Vinna á fimmtudeginum og fundarhöld allan föstudaginn, var orðinn frekar þreyttur. Vorum í góðu yfirlæti hjá Jóhanni og Hildi tengdó, enda ekki að búast við öðru. Fórum svo úr klakaboxinu á sunnudeginum, fegin að vera komin aftur heim í danska veðráttu aftur.

Þrátt fyrir slaka daga í mínu eigin bloggi hef ég verið að koma fjölskyldunni í bloggið á meðan. Setti nefnilega upp síðu sem gengur undir heitinu Akurgerði og eru flestir fjölskyldumeðlimir búnir að skrá sig og byrjaðir að blogga. Einstaklega gaman að geta fylgst með því hvað þau eru að gera á meðan maður er sjálfur erlendis. Kíkið endilega á það :)

Lestin á leiðinni, best að henda sér. Bæ í bili.

Engin ummæli: