sunnudagur, október 30, 2005

Mansester You Nited

Djöfull er United að drulla í sig ...

Langaði bara að koma þessu að :)

laugardagur, október 29, 2005

Haustið og hjólin

Laugardagur. Við Erla og Guðjón Ingi fengum okkur göngutúr í morgunsárið. Augljóslega farið að hausta, orðið kalt og vetur konunugur er farinn að blása. Við löbbuðum því ekki langt áður en við hentumst inn í strætó og tókum hann næstum alla leið. Leiðinni var haldið í hjólreiðaverslunina Jupiter sem liggur á Gammel Kong Vej. Sagan segir að þetta sé ein sú besta hjólreiðabúð í Kaupmannahöfn (þótt persónulega finnist mér þær allar eins, litlar og rándýrar!). Erla á inni hjá mér afmælisgjöf síðan á mánudaginn og ætlaði ég að verða henni úti um eina þá og þarna. Þeir sem hafa einhverntíma farið í danska hjólreiðaverslun vita að hjól eru ekki ódýr, þau eru munaðarvara. Erla fann hjól sem henni líkaði og fékk að prufa það úti á götu. Verðmiðinn á svoleiðis hjóli er 40 þús. íslenskar hvorki meira né minna. Þetta var kannski full mikill peningur því á endanum hrökluðumst við út úr búðinni og héldum aftur heim á leði. Kannski bíð ég í nokkra daga og sé hvort ég fæ útborgað, þá gæti ég líka komið henni á óvart :)

þriðjudagur, október 25, 2005

Sony PSP™

Mikið var ég glaður þegar tengdó kom með eitt stk. Sony PSP (PlayStationPortable) úr fríhöfninni á fimmtudaginn. Mig er búið að langa í eitt kvikindi síðan þetta kom á markað á síðasta ári og varð draumurinn því loks að veruleika. Ég er auðvitað ekki búinn að setja þetta niður síðan ég fékk þetta enda ekki annað hægt. Þegar maður ferðast jafn mikið og ég í almenningsfarartækjum þá er ótrúlega hentugt að hafa þetta á milli handanna til að stytta tímann. Svo er laddi félagi búinn að kaupa sér tæki líka svo nú getum nördast saman í lestinni á leiðinni til og frá Malmö :D

Kengúrur og krókudílar

Þá er helgin á enda. Hún var ansi viðburðarík í þetta skipti þar sem pabbi hennar Erlu og konan hans komu í heimsókn til okkar í nokkra daga. Það var mikið étið og drukkið, verslað og spjallað eins við ber. Hæst ber þó að nefna ferð okkar á Ástralskan cuisine stað sem heitir Reef'n Beef. Hann er staðsettur niðri í miðbæ og er hægt að fá þar ma. kengúru, emúa eða krókudíl. Við skelltum okkur auðvitað í þriggja rétta máltíð eins og sönnum Íslendingum sæmir og smökkuðum á öllum pakkanum. Óhætt að mæla með þessum stað fyrir sanna sælkera :) Erla sæta átti svo afmæli í gær og elduðum við gott nautakjöt og drukkum rauðvín. Til hamingju með afmælið dúllan mín.

fimmtudagur, október 13, 2005

Fleiri útgjöld?

Það er alltaf sama sagan. Einmitt þegar maður heldur að Apple framleiði ekki fleiri tegundir af iPod-um þá koma þeir með enn eina nýjungina. Það er eins gott að maður er ekki að kaupa þetta um leið og það kemur í búðirnar! Í síðustu viku langaði mig í iPod Nano og þessa vikuna langar mig í iPod Video. Óskalistinn á Amazon er orðinn ansi síður...

sunnudagur, október 09, 2005

Bubbi er vinur minn!

Ekki þykir mér leiðinlegt að fara á Bubba tónleika, hvað þá ef þeir eru haldnir hér í kóngsins Kaupmannahöfn. Við runi gerðum okkur dagamun og skelltum okkur á þessa annars ágætu tónleika. Þeir voru haldnir á Bryggen sem er einskonar menningarhús okkur Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Bubbi byrjaði á rólegu nótunum og spilaði mikið af nýju efni. Það fór ekkert á milli mála að skilnaðurinn við Brynju hefur tekið á sálina og skein það í gegnum lagatextana hans. Hann tók þó einn og einn slagara inn á milli eins og Stál & hníf (stuttu útgáfuna), Syneta og auðvitað mitt uppáhald, Rómeo og Júlíu. Hann var svo kallaður tvisvar upp á svið eftir mikið lófatak áhorfenda og tók þá langann og blúsaðann gítarsóló sem endaði með því að einn strengurinn slitnaði. Sannur rokkari þarna. Lifi byltingin!!

Peter Bangs Boozt

1 bolli appelsínusafi
1 bolli vanillu jógúrt
1 banani
6 stk frosin jarðaber
4 stk. hindber (ekki must)
0.5 stk. pera (skrælluð)
4 stk. klaki

Setti í blandara og blandað til fjandans!

Gjöriði svo vel :)

föstudagur, október 07, 2005

Dönsk veðrátta

Hvernig er hægt að sakna Íslands á degi sem þessum? Það er komið fram í Október og ennþá er betra veður úti en á heitustu sumardögum á Íslandi. Ég sótti Guðjón Inga í leikskólann og löbbuðum við feðgar heim að venju í þetta skipti í 18 stiga hita og glaða sólskini. Mér var svo heitt að ég þurfti beinlínis að fækka fötum. Veður spáin segir mér líka að svona verði þetta út vikuna ... jafnvel lengur.

þriðjudagur, október 04, 2005

Lögvernduð vinnuheiti

Ég er grafískur hönnuður. Ég er með menntun sem grafískur hönnuður og starfa einnig sem slíkur í daglegu lífi. Líf mítt snýst að miklu leiti um grafíska hönnun. Ég lifi og anda henni daglega, spái í henni, skoða hana, hugsa um hana og dreymi um hana á nóttunni (svona stundum).

En hvað er "grafískur hönnuður?" Í raun er grafískur hönnuður virkilega ómerkilegur titill. Það getur hver sem er kallað sig grafískan hönnuð. Ég rakst á fyrirtækja síðu um daginn. Þar er greinilega mjög hæfileikaríkt fólk á launaskrá því framkvæmdastjórinn er allt í senn gjaldkeri, verkefnastjóri, forritari og já, hönnuður! Forritararnir þar nota ekki aðeins hægra heilahvelið heldur eru þeir jafnvígir á báðar hliðar heilans og geta þannig forritað í Java og REALbasic en samhliða geta þeir hannað líka þar sem þeir eru titlaðir grafískir hönnuðir (sjá Óla).

Kannski ætti þetta að pirra mig eitthvað. Ég meina ég er nú bara búinn að vera í háskólanámi í 4 ár að teikna, leika mér og drekka kaffi. Það er ekkert miðað við lækna og verkfræðinga em eyða mörgum árum í að útskrifast með fínt vinnuheiti.

Það er aldrei að vita nema maður skelli sér í meira nám og nái sér í eitthvað almennilegt lögverndað vinnuheiti ...

Kveðja,

Jóna tannlæknir