fimmtudagur, júlí 26, 2007

Minni sykur - meiri gleði

Maður sem gefur upp coke drykkju og minnkar kaffineyslu sína niður í einn bolla á dag þarf að finna eitthvað sem kemur í staðinn. Ekkert ósvipað og óvirkur krakk fíkill sem finnur Jesús. Um daginn fann ég drykkinn sem á að koma í stað alls koffeinsins, drykkur frá fyrirtæki í Bretlandi sem heitir Feel Good Company.

Drykkir frá þessu ágæta fyrirtæki eru án viðbætts sykurs, ekkert af þessu helvítis Aspertam drasli sem er í öllu núna (núna síðast í Mixi á Íslandi!!). Viðbætt vítamín og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég skora á alla að sleppa coke-inu í smá stund og bragða á Apple+Blueberry. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því ...

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Lunsj með boys

Tókum nettan hádegismat í hádeginu, ég, Hrafn og Haukur. Sólin hefur látið mikið til sín taka undanfarið og alltaf við hæfi að kíkja á Austurvöll í einn Jungle Chicken Curry á Thorvaldsen :)