laugardagur, nóvember 25, 2006

Lokahóf i boltanum


Vel tekid á thvi

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Mikið að gera ...

Ég skil ekki þessa þörf hjá fyrirtækjum að drekkja sér í vinnu og verkefnum á þessum tíma árs. Ég man varla jól/áramót þar sem ég hef ekki verið upp fyrir haus í verkefnum. Ef ég fengi að ráða þá snérist desember um afslöppun og ekkert annað.

Ég fann semsagt hjólið mitt aftur, þvílík tilviljun. Ég var á leið úr klippingu á þriðjudag á hjólinu hennar Erlu og ákvað að fara Finsensvej (gatan sem liggur samhliða minni götu) heim. Þegar ég er búinn að hjóla þá götu í nokkrar mínútur sé ég undan mér gult hjól hinumegin við götuna. Ég leit auðvitað við og snar hemlaði. Þarna var hjól alveg eins og ég hafði átt, gat þetta virkilega verið það? Ég fór yfir götuna og viti menn, þarna var gripurinn, læstur og allt.

Við félagarnir fórum á tölvusýningu um helgina. Það var greinilegt að við vorum ekki alveg að passa inn í hópinn þegar við komum þangað inn, því í fyrsta lagi vorum við yfir tvítugt, við vorum ekki með sítt, fitugt hár og ekki vorum við með bakboka á bakinu fullan af gefins drasli. Þetta var þó ágætis sýning, fengum þefinn af nýjust leikjatölvunum og ég fékk meira segja að leika mér í nýja Windows Vista (þvílíkt frat sem það er). Við Björginv boxuðum í nýju Nintendo leikjavélinni og auk þess spiluðum við laddi Arsenal vs. United í þægilegum beanbags. United fór með sigur af hólmi 1-0 (eitthvað sem hefði aldrei gerst í raunveruleikanum!).

Best að snúa sér aftur að vinnunni. Bæ í bili.

SMS+hash


Danir eru svo slakir i gatinu...

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Röðin í PS3


Mikill hamagangur var fyrir utan PlayStation 3 tjaldið ...

Wii


Vid Björgvin ad boxa!

D3 ad byrja!!


Við Laddi og Björgvin erum staddir á D3 Game Expo í Copenhagen :-D

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Hvíta perlan

Fékk mér nýjan síma í gær ... þvílík fegurð! Að því tilefni ákvað ég að skipta yfir í 3 sem er þriðju kynslóðar símafyrirtæki.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Reiðisblogg að hætti Sindra Eldon

Djöfulsins Danirnir stálu hjólinu mínu í nótt, öðru sinni síðan ég flutti hingað út fyrir rúmlega ári.

Þessar helvítis þurrkunntur geta augljóslega ekki látið neitt í friði og stela öllu steini léttara. Hvernig geta þessir þjófa anskotar lifað með sjálfum sér?!

Til að gera langa sögu stutta kom ég heim í gær (hjólandi að sjálfsögðu, því þá átti ég hjól!) í ausandi rigningu. Þórhallur hafði lánað mér Playstation tölvuna sína sem ég hélt á í annari hendinni. Auk hennar var ég með fartölvutöskuna mína á bakinu svo ég var orðinn vel klyfjaður. Til að gera hlutina enn flóknari var ég í sokkunum einum á leiðinni heim, en það er enn lengri saga að segja frá því.

Í öllum hamaganginum virðist ég hafa gleymt að læsa helvítis hjólinu og þegar ég kom út í morgun var það horfið. Þessir fávitar hafa greinilega enga samvisku og fara úr leið til að gera líf annara jafn vesælt og sitt eigið. Ef ég næ einhverntíma í skottið á þjóf þá verð ég ekki ábyrgur gjörða minna.

Það versta við það að láta stela hjólinu sínu þegar maður býr í Kaupmannahöfn er að það er verið að skera undan þér fæturna. Hér kemst maður hægt áfram ef ekkert hjól er við hendina og neyðist ég nú til að taka strætó í vinnuna þangað til að ég finn aftur hjólið eða fjárfesti í öðru.

Afhverju ætti samviskan að naga mig ef mig langar að stela öðru hjóli í staðinn? Ég meina, það er núna búið að stela tveim hjólum af mér. Á ég bara að halla mér aftur og þakka Drottni? Hell no, ég ætla að skera fæturna undan einni saklausri þurrkunntu í þessari borg, þótt það verði það síðasta sem ég geri. Give them a taste of their own medicine - eins og einhver sagði.

Kaupmannahöfn skal sko fá að finna fyrir reiði Íslendings!

Lesið meira reiðisblogg á síðu Sindra Eldon

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Ellimerki

Fyrir mér hefur aldur alltaf verið afskaplega afstæður. Á meðan fólk er að hafa áhyggjur af ellini allt í kringum mig horfi ég bara fram á vegin og hlakka til að eldast. Það ætti í raun ekkert að skipta máli hvað við erum gömul, við eldumst ekkert hægar ef við höfum alltaf áhyggjur. Eins og með gott rauðvín þá verðum við bara betri með aldrinum, fáguð, þroskuð og bragðmikil.

Undanfarið finnst mér samt eins og tíminn líði skuggalega hratt. Nú veit ég ekki hvort þetta séu einhver merki um elli en dagarnir bara fjúka frá manni. Ég man þegar ég var yngri, á þessum skemmtilegu grunnskólaárum, já eða í framhaldsskóla þá kom mánudagur og maður gat ekki beðið eftir að það kæmi helgi aftur. Mikið afskaplega gat þetta liðið hægt stundum. Fara í tíma, fara í bíó, heimavinna, alltaf nóg að gera. Þegar svo loks kom föstudagur aftur var maður alltaf jafn ánægður. Þá átti sko að sletta úr klaufunum.

Í dag geri ég næstum engan mun á dögunum í vikunni. Dagskráin er oftast sú sama. Það er vakning, það er vinna, það er heimkoma, kvöldmatur og smá yfirvinna. Svona líða dagarnir í vikunni og þegar kemur föstudagur aftur finnst mér eins og vikan hafi ný verið að byrja. Tilhlökkunin er bara ekki sú sama.

Nú legg ég þetta bara undir dóm hinna eldri, eru þetta eintóm ellimerki eða er ég kannski hræddur við ellina eftir allt saman?

mánudagur, nóvember 06, 2006

Vefsíða tapaðist - fundarlaun í boði

Ok ... ég finn semsagt ekki eina vefsíðu sem ég hélt mjög mikið upp á. Nafnið á henni er algjörlega dottið úr mér enginn kannast við hana þegar ég spyr.

Þetta er síða með allskonar "tutorials." Þarna er líka hægt að læra tungumál, læra á stýrikerfi, kynna sér forritun og allan fjandann. Flest þarf maður að borga fyrir en margt er hægt að sækja að kostnaðarlausu.

Eina sem ég man að merkið var kona að lesa bók (minnir að það hafi verið svart á gult - sjá mynd :P) og nafnið á síðunni var konu nafn, lydia.com eða linda.com eða eitthvað þannig.

Ef einhver hefur hugmynd um hvað ég er að tala þá má sá hinn sami hafa samband við mig eins og skot ...

föstudagur, nóvember 03, 2006

Slatta ruslpóstur


Ég gleymdi alltaf að post-a þessari mynd eftir að við komum frá New York. Þegar ég ætlaði að opna hurðina eftir 2 vikna fjarveru þurfti ég að taka verulega á hurðinni til að komast inn þökk sé öllum ruslpóstinum sem hafði hrannast upp á meðan við vorum í útlandinu.

P.S Það skal tekið fram að félagi minn hafði komið einusinni áður og tæmt póstinn :)