fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Mikið að gera ...

Ég skil ekki þessa þörf hjá fyrirtækjum að drekkja sér í vinnu og verkefnum á þessum tíma árs. Ég man varla jól/áramót þar sem ég hef ekki verið upp fyrir haus í verkefnum. Ef ég fengi að ráða þá snérist desember um afslöppun og ekkert annað.

Ég fann semsagt hjólið mitt aftur, þvílík tilviljun. Ég var á leið úr klippingu á þriðjudag á hjólinu hennar Erlu og ákvað að fara Finsensvej (gatan sem liggur samhliða minni götu) heim. Þegar ég er búinn að hjóla þá götu í nokkrar mínútur sé ég undan mér gult hjól hinumegin við götuna. Ég leit auðvitað við og snar hemlaði. Þarna var hjól alveg eins og ég hafði átt, gat þetta virkilega verið það? Ég fór yfir götuna og viti menn, þarna var gripurinn, læstur og allt.

Við félagarnir fórum á tölvusýningu um helgina. Það var greinilegt að við vorum ekki alveg að passa inn í hópinn þegar við komum þangað inn, því í fyrsta lagi vorum við yfir tvítugt, við vorum ekki með sítt, fitugt hár og ekki vorum við með bakboka á bakinu fullan af gefins drasli. Þetta var þó ágætis sýning, fengum þefinn af nýjust leikjatölvunum og ég fékk meira segja að leika mér í nýja Windows Vista (þvílíkt frat sem það er). Við Björginv boxuðum í nýju Nintendo leikjavélinni og auk þess spiluðum við laddi Arsenal vs. United í þægilegum beanbags. United fór með sigur af hólmi 1-0 (eitthvað sem hefði aldrei gerst í raunveruleikanum!).

Best að snúa sér aftur að vinnunni. Bæ í bili.

Engin ummæli: