Annars er alltaf pínu öðruvísi að fara í bíó á Íslandi í samanburði við Danmörku. Í Danmörku hringir fólk á undan sér eða pantar á netinu og fær úthlutað sætisnúmeri eins og þegar maður fer í leikhús. Það eru engin helvítis hlé (til að græða meira í sælgætissölu) á myndinni og auglýsingarnar eru ekki í tæplega klukkutíma áður en myndin loksins byrjar.
Talandi um auglýsingar þá var ein auglýsing sem vakti áhuga minn í gær. Ekkert sérlega fyndin og dauðans löng en hún vakti áhuga minn afþví hún var öðruvísi en "normið" á Íslandi. Hún byrjaði eins og teiknimyndasaga þar sem rammarnir voru animate-aðir fram og til baka til að skapa spennu. Myndasagan fjallaði um "saklausan" strák sem vantaði einhvern hugbúnað á tölvuna sína og besti vinur hans benti honum á að hann gæti sótt þetta á INTERNETINU! Hann fer í gang með það og install-ar þessum hræðilega "ólöglega" hugbúnaði á tölvuna sína og eyðuleggur sína tölvu og allar tölvur í næsta nágrennni. Góði vinur hans forðar sér hið fyrsta og hann situr eftir með ónýta vél.
Ok. Við vitum öll sannleikann. Ólöglegur hubúnaður eyðileggur ekki vélina þína. Í versta falli sefur þú ekki á næturnar. Kannski þeir hefður átt að láta teiknimyndina snúast um það. Gaurinn kemur þreyttur í vinnuna og er að lokum rekinn fyrir að standa sig ekki í vinnunni. ALLT AFÞVÍ HANN STAL HUGBÚNAÐI Á INTERNETINU!! Sveiattan.
Ágætis auglýsing samt, vel gerð þótt boðskapurinn sé nokkuð vafasamur. Takk Microsoft á Íslandi!
Edit: Ingvi vinur linkar í þetta snilldar Die hard video á síðunni sinni :)