föstudagur, júní 29, 2007

Bíóferð 4.0

Fór að sjá Die Hard í gær með Erlu. Ágætis ræma með heldur þreyttum Bruce Willis. Munið í fyrstu myndunum þegar vondu kallarnir voru búnir að skjóta á hann úr uzi byssum og hann búinn að henda sér út úr bíl á hundrað kílómetra hraða og stökkva út úr 30 hæða háhýsi og lenda á höndunum þá hallaði hann sér stundum aftur og kom með einn af sinn frægu one-line-erum (ekki I'll be back samt). Í þessari mynd var ég alltaf að bíða eftir "I'm getting to old for this shit." en hún kom aldrei.

Annars er alltaf pínu öðruvísi að fara í bíó á Íslandi í samanburði við Danmörku. Í Danmörku hringir fólk á undan sér eða pantar á netinu og fær úthlutað sætisnúmeri eins og þegar maður fer í leikhús. Það eru engin helvítis hlé (til að græða meira í sælgætissölu) á myndinni og auglýsingarnar eru ekki í tæplega klukkutíma áður en myndin loksins byrjar.

Talandi um auglýsingar þá var ein auglýsing sem vakti áhuga minn í gær. Ekkert sérlega fyndin og dauðans löng en hún vakti áhuga minn afþví hún var öðruvísi en "normið" á Íslandi. Hún byrjaði eins og teiknimyndasaga þar sem rammarnir voru animate-aðir fram og til baka til að skapa spennu. Myndasagan fjallaði um "saklausan" strák sem vantaði einhvern hugbúnað á tölvuna sína og besti vinur hans benti honum á að hann gæti sótt þetta á INTERNETINU! Hann fer í gang með það og install-ar þessum hræðilega "ólöglega" hugbúnaði á tölvuna sína og eyðuleggur sína tölvu og allar tölvur í næsta nágrennni. Góði vinur hans forðar sér hið fyrsta og hann situr eftir með ónýta vél.



Ok. Við vitum öll sannleikann. Ólöglegur hubúnaður eyðileggur ekki vélina þína. Í versta falli sefur þú ekki á næturnar. Kannski þeir hefður átt að láta teiknimyndina snúast um það. Gaurinn kemur þreyttur í vinnuna og er að lokum rekinn fyrir að standa sig ekki í vinnunni. ALLT AFÞVÍ HANN STAL HUGBÚNAÐI Á INTERNETINU!! Sveiattan.

Ágætis auglýsing samt, vel gerð þótt boðskapurinn sé nokkuð vafasamur. Takk Microsoft á Íslandi!

Edit: Ingvi vinur linkar í þetta snilldar Die hard video á síðunni sinni :)

fimmtudagur, júní 28, 2007

Gott veður í borg óttans

Mikið var gott að koma heim í frískt og gott loft. Ekki sakaði að veðrið í höfðborginni er hið besta á meðan veðráttan í Kaupmannahöfn er tja ... hin versta (rigning í 2 vikur stanslaust). Gott að vera kominn heim ... for now.

Í flugvélinni á leið til Íslands


Ég er líka með flugstillingu á mínum síma! Fallegur vængur þarna á ferð.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Krotari


Gaman ad skoda dagblöd sem buid er ad krota á

mánudagur, júní 25, 2007

Helgarbruninn

Jæja, við fjölskyldan ásamt Elvu systir Erlu og fóstursyni hennar erum búin að eyða helginni uppi í Tisvileleje í sumarhúsi sem faðir minn á. Fórum á laugardaginn og vorum í 2 nætur í ótrúlega góðu veðri. Eins og sjá má að neðan þá brann minn heldur mikið við það að slá grasið í garðinum og sennilega verða næstu dagar hreint helvíti.

Svo er síðasti leikur fyrir sumarfrí í fótboltanum á eftir. Leikur sem verður að vinnast ef við ætlum ekki að byrja seinni hluta tímabilsins á botninum.

Svo er komið að enn einni Íslandsförinni. Á miðvikudagskvöld stefnum við aftur heim í góða veðrið og hreina loftið. Verðum í 3 vikur í það heila og ætlum við Erla bara að hafa það náðugt í faðmi fjölskyldu og vina. Ég sé samt fram á að vinna einhverja daga á meðan ég er heima en það á allt eftir að koma í ljós.

Kveð að sinni.

Bruni


Ekki alltaf auðvelt að vera kastaníubrúnhærður ...

laugardagur, júní 23, 2007

föstudagur, júní 22, 2007

McMuffin ójá!


Góð byrjun á deginum með Bacon McMuffin!

sunnudagur, júní 17, 2007

Unabomber!


Sumir taka pókernum full alvarlega :-)

laugardagur, júní 16, 2007

Sleepy


Sumir bunir á thvi eftir 17. Juni hátidina

Bjórsnigill!



föstudagur, júní 15, 2007

Þjófar og aftur þjófar!

Þeir eru víst ekki bara að stela hjólum þessir óprúttnu aðilar í Danmörku heldur eru þeir farnir að stela heitum pottum líka. Laddi sendi mér frétt af mbl í morgun þar sem Stjáni félagi okkar í fótboltanum segir frá því að nokkrir þjófa anskotar hafi komið og stolið flottasta pottinum sínum beint fyrir framan búðina sína (að næturlagi að vísu). Fullum að vatni þar að auki!!

Djöfull verð ég reiður við að lesa svona lagað. Þessi pottur hefði getað verið úti í garði hjá mér en í staðinn er hann örugglega kominn um borð í eitthvert þjófaskipið á leið til Afríku!!

þriðjudagur, júní 12, 2007

Bands In Town

Bands In Town er mega svöl síða sem leitar að hljómleikum í þínu nágrenni. Leitar eftir dagsetningum, fjarlægð og miðaverði. Svalt

Brainstorming ùti ì gòda vedrinu



mánudagur, júní 11, 2007

Hiti og sviti í Kaupmannahöfn

Það er nú meiri helvítis hitinn hérna á skrifstofunni í dag og síðustu daga. Það er ekki vinnandi í svona veðráttu eins og hefur verið að ganga yfir Danmörku síðustu daga. Danirnir hér eru auðvitað öllu vanir en ég er langt frá því að vera vanur að sitja við tölvuna á stuttbuxum í 28 stiga hita. Ég get ekki einbeitt mér að neinu og er hálfpartinn að sofna við tölvuna.

Ég er farinn út í góða veðrið og sjá hvort ég nái ekki að vinna eitthvað í kvöld í staðinn :)

laugardagur, júní 09, 2007

þriðjudagur, júní 05, 2007

mánudagur, júní 04, 2007

5% maðurinn ...












Ég var einmitt að tala um það við Erlu um daginn að ég þykist hafa ferðast mikið miðað við mann á mínum aldri. Allavega veit ég að foreldrar mínir höfðu ekki ferðast jafn mikið á þessum aldri (þótt þau hafi farið um allan heiminn síðan) svo ég var nokkuð hissa þegar ég sá að ég hef aðeins séð 5% af öllum heiminum ... og stór hluti af því er Bandaríkin örugglega :)

Ég held að markmiðið verði að vera búinn að heimsækja allar heimsálfurnar fyrir fertugt ...

sunnudagur, júní 03, 2007