mánudagur, júní 25, 2007

Helgarbruninn

Jæja, við fjölskyldan ásamt Elvu systir Erlu og fóstursyni hennar erum búin að eyða helginni uppi í Tisvileleje í sumarhúsi sem faðir minn á. Fórum á laugardaginn og vorum í 2 nætur í ótrúlega góðu veðri. Eins og sjá má að neðan þá brann minn heldur mikið við það að slá grasið í garðinum og sennilega verða næstu dagar hreint helvíti.

Svo er síðasti leikur fyrir sumarfrí í fótboltanum á eftir. Leikur sem verður að vinnast ef við ætlum ekki að byrja seinni hluta tímabilsins á botninum.

Svo er komið að enn einni Íslandsförinni. Á miðvikudagskvöld stefnum við aftur heim í góða veðrið og hreina loftið. Verðum í 3 vikur í það heila og ætlum við Erla bara að hafa það náðugt í faðmi fjölskyldu og vina. Ég sé samt fram á að vinna einhverja daga á meðan ég er heima en það á allt eftir að koma í ljós.

Kveð að sinni.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Tisvilileje!!! Ég var þar í tvær vikur þegar ég var 8 ára. Sweeet memories og borðaði mikið af ís með flöðeskúm og sultetöj og sá allsbert fólk á ströndinni.