föstudagur, júní 15, 2007

Þjófar og aftur þjófar!

Þeir eru víst ekki bara að stela hjólum þessir óprúttnu aðilar í Danmörku heldur eru þeir farnir að stela heitum pottum líka. Laddi sendi mér frétt af mbl í morgun þar sem Stjáni félagi okkar í fótboltanum segir frá því að nokkrir þjófa anskotar hafi komið og stolið flottasta pottinum sínum beint fyrir framan búðina sína (að næturlagi að vísu). Fullum að vatni þar að auki!!

Djöfull verð ég reiður við að lesa svona lagað. Þessi pottur hefði getað verið úti í garði hjá mér en í staðinn er hann örugglega kominn um borð í eitthvert þjófaskipið á leið til Afríku!!

4 ummæli:

Ingvi Rafn sagði...

Þetta er ótrúlegt. Þvílíkir fagmenn á ferð, með kranabíl og læti. Eða kannski ekki mikil læti..

Jonni sagði...

Það þarf ekki minna en 2-3 menn og kranabíl til að taka stóran heita pott með vatni í. Spurning hvort maður finni ekki bara pottinn í Google Earth :P

Oddur og Kristín í København sagði...

Sagði hann ekki að þetta væri fullkomnasti potturinn í brensanum í dag? Það hlýtur að vera GPS staðsetningartæki í pottinum, hann var allavega með græjum!!!!

Drekaflugan sagði...

Já, þetta gamla trikk. Pottinum stolið, einmitt. "Rolls Royce pottana".
Hehe, þetta kallast nú bara auglýsingagerð þaðan sem ég er alinn upp ;)