sunnudagur, nóvember 12, 2006

Ellimerki

Fyrir mér hefur aldur alltaf verið afskaplega afstæður. Á meðan fólk er að hafa áhyggjur af ellini allt í kringum mig horfi ég bara fram á vegin og hlakka til að eldast. Það ætti í raun ekkert að skipta máli hvað við erum gömul, við eldumst ekkert hægar ef við höfum alltaf áhyggjur. Eins og með gott rauðvín þá verðum við bara betri með aldrinum, fáguð, þroskuð og bragðmikil.

Undanfarið finnst mér samt eins og tíminn líði skuggalega hratt. Nú veit ég ekki hvort þetta séu einhver merki um elli en dagarnir bara fjúka frá manni. Ég man þegar ég var yngri, á þessum skemmtilegu grunnskólaárum, já eða í framhaldsskóla þá kom mánudagur og maður gat ekki beðið eftir að það kæmi helgi aftur. Mikið afskaplega gat þetta liðið hægt stundum. Fara í tíma, fara í bíó, heimavinna, alltaf nóg að gera. Þegar svo loks kom föstudagur aftur var maður alltaf jafn ánægður. Þá átti sko að sletta úr klaufunum.

Í dag geri ég næstum engan mun á dögunum í vikunni. Dagskráin er oftast sú sama. Það er vakning, það er vinna, það er heimkoma, kvöldmatur og smá yfirvinna. Svona líða dagarnir í vikunni og þegar kemur föstudagur aftur finnst mér eins og vikan hafi ný verið að byrja. Tilhlökkunin er bara ekki sú sama.

Nú legg ég þetta bara undir dóm hinna eldri, eru þetta eintóm ellimerki eða er ég kannski hræddur við ellina eftir allt saman?

2 ummæli:

Skoffínið sagði...

kannast við þetta...dagarnir líða of hratt. Er sérstaklega hrædd um að missa bara af jólunum :/

Nafnlaus sagði...

Drengur ... Vegas er málið!