Djöfulsins Danirnir stálu hjólinu mínu í nótt, öðru sinni síðan ég flutti hingað út fyrir rúmlega ári.
Þessar helvítis þurrkunntur geta augljóslega ekki látið neitt í friði og stela öllu steini léttara. Hvernig geta þessir þjófa anskotar lifað með sjálfum sér?!
Til að gera langa sögu stutta kom ég heim í gær (hjólandi að sjálfsögðu, því þá átti ég hjól!) í ausandi rigningu. Þórhallur hafði lánað mér Playstation tölvuna sína sem ég hélt á í annari hendinni. Auk hennar var ég með fartölvutöskuna mína á bakinu svo ég var orðinn vel klyfjaður. Til að gera hlutina enn flóknari var ég í sokkunum einum á leiðinni heim, en það er enn lengri saga að segja frá því.
Í öllum hamaganginum virðist ég hafa gleymt að læsa helvítis hjólinu og þegar ég kom út í morgun var það horfið. Þessir fávitar hafa greinilega enga samvisku og fara úr leið til að gera líf annara jafn vesælt og sitt eigið. Ef ég næ einhverntíma í skottið á þjóf þá verð ég ekki ábyrgur gjörða minna.
Það versta við það að láta stela hjólinu sínu þegar maður býr í Kaupmannahöfn er að það er verið að skera undan þér fæturna. Hér kemst maður hægt áfram ef ekkert hjól er við hendina og neyðist ég nú til að taka strætó í vinnuna þangað til að ég finn aftur hjólið eða fjárfesti í öðru.
Afhverju ætti samviskan að naga mig ef mig langar að stela öðru hjóli í staðinn? Ég meina, það er núna búið að stela tveim hjólum af mér. Á ég bara að halla mér aftur og þakka Drottni? Hell no, ég ætla að skera fæturna undan einni saklausri þurrkunntu í þessari borg, þótt það verði það síðasta sem ég geri. Give them a taste of their own medicine - eins og einhver sagði.
Kaupmannahöfn skal sko fá að finna fyrir reiði Íslendings!
Lesið meira reiðisblogg á síðu Sindra Eldon
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
samhryggist innilega og styð þig í hefndaraðgerðum ýmiskonar!
Skrifa ummæli