þriðjudagur, október 25, 2005

Kengúrur og krókudílar

Þá er helgin á enda. Hún var ansi viðburðarík í þetta skipti þar sem pabbi hennar Erlu og konan hans komu í heimsókn til okkar í nokkra daga. Það var mikið étið og drukkið, verslað og spjallað eins við ber. Hæst ber þó að nefna ferð okkar á Ástralskan cuisine stað sem heitir Reef'n Beef. Hann er staðsettur niðri í miðbæ og er hægt að fá þar ma. kengúru, emúa eða krókudíl. Við skelltum okkur auðvitað í þriggja rétta máltíð eins og sönnum Íslendingum sæmir og smökkuðum á öllum pakkanum. Óhætt að mæla með þessum stað fyrir sanna sælkera :) Erla sæta átti svo afmæli í gær og elduðum við gott nautakjöt og drukkum rauðvín. Til hamingju með afmælið dúllan mín.

Engin ummæli: