þriðjudagur, október 04, 2005

Lögvernduð vinnuheiti

Ég er grafískur hönnuður. Ég er með menntun sem grafískur hönnuður og starfa einnig sem slíkur í daglegu lífi. Líf mítt snýst að miklu leiti um grafíska hönnun. Ég lifi og anda henni daglega, spái í henni, skoða hana, hugsa um hana og dreymi um hana á nóttunni (svona stundum).

En hvað er "grafískur hönnuður?" Í raun er grafískur hönnuður virkilega ómerkilegur titill. Það getur hver sem er kallað sig grafískan hönnuð. Ég rakst á fyrirtækja síðu um daginn. Þar er greinilega mjög hæfileikaríkt fólk á launaskrá því framkvæmdastjórinn er allt í senn gjaldkeri, verkefnastjóri, forritari og já, hönnuður! Forritararnir þar nota ekki aðeins hægra heilahvelið heldur eru þeir jafnvígir á báðar hliðar heilans og geta þannig forritað í Java og REALbasic en samhliða geta þeir hannað líka þar sem þeir eru titlaðir grafískir hönnuðir (sjá Óla).

Kannski ætti þetta að pirra mig eitthvað. Ég meina ég er nú bara búinn að vera í háskólanámi í 4 ár að teikna, leika mér og drekka kaffi. Það er ekkert miðað við lækna og verkfræðinga em eyða mörgum árum í að útskrifast með fínt vinnuheiti.

Það er aldrei að vita nema maður skelli sér í meira nám og nái sér í eitthvað almennilegt lögverndað vinnuheiti ...

Kveðja,

Jóna tannlæknir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
bgudna sagði...

elsku hjartað mitt, þetta er ekki svo mikið atriði.. er það ekki þess vegna sem við borgum meðlimsgjöld í F.Í.T :D

Nafnlaus sagði...

Comment Deleted

This post has been removed by the blog administrator.

11:06

..... spennandi!!!!