laugardagur, október 29, 2005

Haustið og hjólin

Laugardagur. Við Erla og Guðjón Ingi fengum okkur göngutúr í morgunsárið. Augljóslega farið að hausta, orðið kalt og vetur konunugur er farinn að blása. Við löbbuðum því ekki langt áður en við hentumst inn í strætó og tókum hann næstum alla leið. Leiðinni var haldið í hjólreiðaverslunina Jupiter sem liggur á Gammel Kong Vej. Sagan segir að þetta sé ein sú besta hjólreiðabúð í Kaupmannahöfn (þótt persónulega finnist mér þær allar eins, litlar og rándýrar!). Erla á inni hjá mér afmælisgjöf síðan á mánudaginn og ætlaði ég að verða henni úti um eina þá og þarna. Þeir sem hafa einhverntíma farið í danska hjólreiðaverslun vita að hjól eru ekki ódýr, þau eru munaðarvara. Erla fann hjól sem henni líkaði og fékk að prufa það úti á götu. Verðmiðinn á svoleiðis hjóli er 40 þús. íslenskar hvorki meira né minna. Þetta var kannski full mikill peningur því á endanum hrökluðumst við út úr búðinni og héldum aftur heim á leði. Kannski bíð ég í nokkra daga og sé hvort ég fæ útborgað, þá gæti ég líka komið henni á óvart :)

Engin ummæli: