mánudagur, nóvember 21, 2005

Lömbin þagna

í gær buðum við runa og Heiðrúnu, Þórunni og Þórhalli heim í mat. Eldað var dýrindis íslenskt lambalæri sem tók alls 3 klukkutíma að matreiða. Boðið var upp á ekta íslenskar grænar baunir sem svo var skolað niður með ísköldu malti&appelsíni. Ekki laust við smá heimþrá um leið og maður renndi þessu öllu saman niður. Ekki nema tæpar 4 vikur í heimför samt ...

Annars var helgin nokkuð góð í heildina. Fórum í labbitúr á laugardeginum, það er svo fallegt vetrarveðrið hérna í Kaupmannahöfn, skítkalt en sól og blíða. Skellti mér svo með ladda "T-bone" í fótbolta í gær (sunnudag) og tókum við á því ásamt 8 öðrum Íslendingum í fúsbolta. Hefði viljað lúra örlítið lengur í morgun ...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins gott að drulla sér í form fyrir þar næsta sunnudag ....