
Þetta eru mínir fyrstu tónleikar með Mugison, ég hef aðeins hlustað á diskana hans en aldrei virkilega dottið í gírinn eins og svo margir mínir félagar (Eiki :)) En þarna stóð hann með gítarinn að vopni og einn lítinn soundsampler og maðurinn var eins og heil helvítis hljómsveit. Áður en varði var hann farinn að hamast á tækinu, blanda saman tónum, taka upp áhorfendur og mixa þessu saman í eitthvað sem aðeins má líkja við frumsamin hljóðljóð. Svona hélt hann áfram fram eftir kvöldi og meira að segja blindfullu danirnir sem stóðu fyrir aftan okkur og mösuðu fyrstu 20 mínúturnar af tónleikunum voru farnir að hlusta.
Eftir mikið lófaklapp og ósk um endurkomu á sviðið steig meistarinn aftur á stokk og tók þá lag sem er sennilega það eina sem ég get raulað með, lagið Murr Murr. Það fer ekkert á milli mála að Mugison er án efa eitt mesta efni okkar Íslendinga í dag, hands down.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli