föstudagur, júní 30, 2006

Sólin komin aftur

Mikið saknar maður hennar þegar hún hverfur í nokkra daga. En það er sennilega betra en að þurfa að sakna hennar í nokkrar vikur eða mánuði eins og sumir gera í klakaboxinu.

Tók klassískan "föstudagspakka" í hádeginu. Hjóla niður Vestebrogade og niður á Strikið þar sem tékkað er á púlsinum. Slatti af fólki, mis vel klætt í góða veðrinu auðvitað. Hjóla aftur til baka og koma við á Mikka og henda sér svo í Sport Masteren. Þetta gerðum við laddmundur reglulega þegar hann sá sér sóma í að vera hérna með mér í Danmörku. Þessi ferð var tribute til hans ...

HM á eftir. Einn stærsti leikur á HM fyrr eða síðar. Lið sem bæði hafa hampað Heimsmeistaratitlinum og mæst tvisvar í úrslitum HM ('86 og '98 ef mig minnir rétt).

ARGENTÍNA vs. ÞÝSKALAND

Þessi á eftir að fara í sögubækurnar ........

1 ummæli:

Grímur Jónsson sagði...

Dude....

Þarft eitthvað að athuga þessar sögubækur því að það var '86 (sem er rétt hjá þér) og svo aftur '90 en ekki '98. '98 var Frakkland vs. Brasilía sem endaði 3-0 fyrir Frakklandi þar sem Zidane setti tvö með skalla og Petit kláraði svo leikinn með þriðja markinu rétt fyrir leikslok.

Bendi áhugasömum á þessa síðu hér.