mánudagur, júlí 31, 2006

Sólarlönd

Ennþá er maður í sumarfríi. Ekki er þó að marka það hér á blogginu enda er maður einstaklega latur að halda því við þegar hægt er að gera allt annað á meðan :)

Komum til baka frá Tenerife á Spáni sl. þriðjudag og áttum við þar ánægjulegar 2 vikur. Við vorum staðsett á Fanabe ströndinni við Playa De Las Americas og var þar allt umhverfi til fyrirmyndar. Rútuferðin frá flugvellinum var þó heldur skuggalegt (drasl og dauði út um allt!) og skilur maður alltaf betur og betur afhverju fólki finnst ferðin frá Leifsstöð vera tilkomumikil.

Það var greinilegt frá fyrsta degi að Tenerife er sælureitur feitra Breta. Í sundlaugagarðinum á hótelinu flatmöguðu þeir á milli þess sem þeir reyktu og tróðu í sig skyndibita. Einnig fór mikið fyrir Svíum á hótelinu og þótt þeir séu heldur grennri og spengilegri þá vita flestir sem mig þekkja að þeir eru upp til hópa fávitar.

En fyrir utan feita Breta og leiðinlega Svía þá fór mest fyrir blessuðum Íslendingnum. 300 þús manna eyja og mætti halda að hún hefði verið öll í sumarleyfi á Tenerife. Heppilega bókuðum við okkur í gegnum danska ferðaskrifstofu og vorum við því einu Íslendingarnir á hótelinu. Við vorum þó varla búin að labba í 10 mínútur frá hótelinu áður en við rákustm á fyrstu Íslendingana. Maður þarf ekki að heyra tungumálið, maður bara sér það. Það var sama hvert maður fór, allstaðar voru Íslendingar á ferli, jafnvel þegar við fórum langa leið í dýragarðinn rákumst við á 4 Íslendingahópa og hitti Erla meira að segja frænda sinn þar! Þetta er auðvitað ótrúlegt.

Íslendigar farandi í slíkar reysuferðir á hápunkti verðbólgunnar eru ekki öfundsverðir. Evran lengst uppi í skýjunum og sér ekkert fyrir lækkun. Hvert sem maður fór, verkjaði mann í budduna, enda ekki annað hægt þegar maður fer út að borða öll kvöld :)

En maður er loksins kominn heim, heim í hitabylgju. 10 dagar á Spáni ætti að vera nóg fyrir hvaða Íslending finnst mér. Þeas ef hann býr í Danmörku, ekki Íslandi ;)

Engin ummæli: