mánudagur, júlí 10, 2006

Bæ, bæ HM - Hello Spánn!

Mánaðarlöngu knattspyrnumaraþoni lauk með dramatískum hætti í gær þegar mínir menn, Frakkar þurfu að láta í minni pokann fyrir Ítölum. Þessir spilltu, spagettíétandi fávitar fóru með sigur af hólmi eftir vítaspyrnukeppni þar sem markmenn beggja liða hefðu alveg eins getað staðið á hliðarlínunni á meðan. Það sem aðskildi gullið frá silfrinu þetta árið var sláarskot, sem með smá heppni hefði alveg getað endað í netinu.

Kærkominn sigur fyrir flesta leikmenn Ítala sem fá að spila í neðri deildum ítölsku deildarinnar á komandi tímabili ... hí á þá.

En nóg um það, 2 ár í EM og ég er strax farinn að telja niður dagana :)

Nú er aðeins hálfur sólarhringur í langþráða sólarlandarferð með fjölskyldunni til Tenerife. Þar sem bann hefur verið lagt við öllum tölvubúnaði í ferðinni verður væntanlega lítið bloggað næstu 2 vikurnar en kannski maður nái að skjóta inn einni til tveim færslum úr hótel lobby-inu ... sjáum til :)

Hafið það gott á meðan :)

Engin ummæli: