þriðjudagur, apríl 18, 2006

Nafnaþvæla

Rétt áðan ætlaði ég að prufa að ganga í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa búið til Flickr síðu með myndunum sínum. Þetta batterí er eins og svo mörg önnur í eigu Yahoo. Gallinn við þetta er hinsvegar sá að þegar kemur að því að búa til nýjan account þá þarf maður amk. nokkra klukkkutíma til að finna eitthvað sem hægt er að nota! Þar sem ég heiti ekki ekta íslensku nafni hefur alltaf verið örlítið erfitt fyrir mig að búa til notandanafn sem stendur út. Stutta nafnið "jonni" gengur heldur ekki alltaf því margir úti í heiminum eru greinilega kallaðir jonni, þá sérstaklega í Finnlandi (go figure). Fyrir mörgum árum bjó ég til account hjá Yahoo og gekk ég svo langt að búa til "jonni1977jonni". Eins og gefur að skilja hef ég ekki notað það mikið enda ónothæft með öllu. Ekki gekk betur áðan þegar ég reyndi eftirfarandi: "jonathan, jonathangerlach, jonathan_gerlach, jonni, jonni1977, fuckyahoo, fuckingmotherfucker, fuckinshit" Ekkert af þessu virkaði svo ég gafst bara upp. 

Sumir hafa lent í þessu á blogger líka þótt vandamálið sé ekki eins alvarlegt þar. Það sem er mest pirrandi er að þessi notandanöfn og síður eru flest í eigu einhverra aumingja sem skrá sig inn einu sinni og hafa svo ekki snert við þessu síðan. Það ætti bara að henda þessu fólki út og gefa nýju fólki séns á að búa sér til nafn sem ekki inniheldur 15 stafi! Amk. að gefa þeim viðvörun ........

2 ummæli:

Solla sagði...

hvað með: jonnigerlach?

Jonni sagði...

hmmm ... já, æi ég veit ekki. Mig vantar eitthvað "edge." Eitthvað sviðsnafn eins og Raggi er "Onrush", Oscar er "Zorglob", Geiri er "Digital" og Halli er "Metal" osfrv.

Einhverjar hugmyndir??