fimmtudagur, apríl 27, 2006

Iceweb 2006

Þá fer hún að byrja bráðum, stærsta net ráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi frá upphafi, eða svo vilja menn meina. Mér finnst þetta göfugt framtak og óska þess að allt gangi vel á ráðstefnunni um leið og ég græt að að vera fastur í Kaupmannahöfn og ekki komast til að hitta allar hetjurnar.

Ég fékk það skemmtilega verkefni að henda saman merki og bréfsefni fyrir þennan viðburð og fá þeir sem sækja ráðstefnuna að bera útkomuna augum. Þetta var nú reyndar klassískt "low budget - no time" verkefni en svoleiðis verkefni geta oft verið skemmtileg þar sem maður fær engan tíma til að hanga yfir hlutunum. Þetta er eins og hraðskák, nema í stað taflborðs þá nota ég Adobe Illustrator.

Vonandi verður boðið upp á einhverskonar post round-up eftir fundarhöldin og þeir sem ekki náðu að sjá fyrirlesarana geti kynnt sér hvað þeir höfðu að segja með niðurhali á fyrirlestrum, streymandi video-i eða annað slíkt. Hey, ég meina er þetta ekki internet ráðstefna?!?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með merkið, Jonni, það virkaði vel. :)
Veit ekki til þess að nokkrar upptökur hafi verið gerðar af þessum fyrirlestrum, þó ég væri alveg til í að spóla aðeins til baka og melta þetta betur. Joe Clark sjálfur komst samt nokkuð nálægt því að lýsa þessu beint.. http://blog.fawny.org/