
Ég fékk það skemmtilega verkefni að henda saman merki og bréfsefni fyrir þennan viðburð og fá þeir sem sækja ráðstefnuna að bera útkomuna augum. Þetta var nú reyndar klassískt "low budget - no time" verkefni en svoleiðis verkefni geta oft verið skemmtileg þar sem maður fær engan tíma til að hanga yfir hlutunum. Þetta er eins og hraðskák, nema í stað taflborðs þá nota ég Adobe Illustrator.
Vonandi verður boðið upp á einhverskonar post round-up eftir fundarhöldin og þeir sem ekki náðu að sjá fyrirlesarana geti kynnt sér hvað þeir höfðu að segja með niðurhali á fyrirlestrum, streymandi video-i eða annað slíkt. Hey, ég meina er þetta ekki internet ráðstefna?!?
1 ummæli:
Til hamingju með merkið, Jonni, það virkaði vel. :)
Veit ekki til þess að nokkrar upptökur hafi verið gerðar af þessum fyrirlestrum, þó ég væri alveg til í að spóla aðeins til baka og melta þetta betur. Joe Clark sjálfur komst samt nokkuð nálægt því að lýsa þessu beint.. http://blog.fawny.org/
Skrifa ummæli