Hér er nokkuð að því markverðasta sem ég skoðaði í síðustu viku:
Super Mario Bros. á Broadway? Næstum því :)
Raggi og Gunni félagar mínir (þeir eru bræður já) eru á bak við Sigtið, nýr þáttur á Skjá Einum. Þættirnir eru settir upp sem Mockumentary og hafa eitthvað yfirbragð yfir sér sem maður hefur ekki séð áður. Hægt er að sjá alla þættina á kvikmynd.is.
Iceweb 2006 ráðstefnan gekk víst mjög vel. Þar sem ég náði ekki að sjá sjálfa ráðstefnuna fékk ég nokkrar myndir og video til að skoða:
Einar með sínar myndir
Smá video af ráðstefnunni.
Joe Clark með nokkrar myndir og hér með nokkrar myndir af íslenskri týpógrafíu.
Alltaf er ég að skoða Typetester, finnst þetta svo sniðugt tól fyrir menn eins og mig sem eru alltaf að hanna fyrir vefinn. Forritar geta notað þetta líka að sjálfsögðu.
Gleðilegan 1. maí :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli