Mig hefur alltaf langað til að mynda dæmigerðann dag í lífi mínu. Í dag tók ég mig svo til og lét af verða. Þetta er að vísu ekki alveg heill dagur hjá mér en sennilega nær hann frá 10-18. Venjulega vakna ég 7.30 og nú er kl. að ganga 1 eftir miðnætti svo ég er oft lengur frameftir en flestir Danir. Allavega, ég tók myndavélina með mér hvert sem ég fór og stillti símann á 30 mínútna áminningu. Í hvert skipti sem ég heyrði í símanum reif ég upp vélina og tók mynd, með það fyrir augum að fanga momentið. Ekkert zoom, engar uppstillingar, bara að taka mynd. Svo raðaði ég þessu saman í tímaröð og má sjá útkomuna hér til hliðar. Hvet alla til að prufa þetta við tækifæri :)
Myndina má sjá stærri og betri hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli