þriðjudagur, apríl 18, 2006

Slappir páskar

Eitthvað er búið að vera rólegt í blogginu yfir páskana enda fórum við fjölskyldan til Árósa um helgina. Fengum þar íbúð að láni og ætluðum að skella okkur í Lególand ásamt Runa og Heiðrúnu, Ástþóri og Ásrúnu og börnum á laugardeginum. Eitthvað varð lítið úr þeirri heimsókn hjá minni fjölskyldu þar sem Guðjón Ingi fékk hita og varð veikur alla helgina. Ekki skánaði það þegar Erla fékk sömu pest og nú liggja allir fyrir hér heima í slappleika. Að vísu fórum við í Drive-through dýragarð á sunnudeginum sem varð að ágæis skemmtun. Keyrðum bílana næstum upp að ljónunum, gíröffunum og buffalóunum að maður gat næstum klappað þeim út um rúðuna, nokkuð magnað. Kannski ég post-i mynd af nashyrningi sem ég komst svo nálægt að það mætti halda að ég væri með zoom-linsu á vélinni (var í rauninni bara með 18-55 kit linsuna :)). Misstum svo af páskamatnum hjá runa og heiðrúnu í gær sökum fyrrgreindra veikinda en þau voru svo almennileg að senda okkur hluta af matnum svo páskarnir yrðu ekki algjört bust, þau eru svo frábærir vinir að eiga :) Nú tekur bara við venjuleg vinnuvika og ég er strax farinn að telja niður í sólarlandaferðina í júlí ... og eitt í viðbót, sumarið er komið!!! :D

Engin ummæli: