þriðjudagur, september 19, 2006

Helgar update

Var að ljúka við að horfa á heimildamyndina "I Am A Sex Addict." Hér er á ferðinni einstaklega opin og hreinskilin kvikmynd um kynlífs- og hórufíkn leikstjórans Caveh Zahedi og hvernig hann glímir við brenglaða ímynd sína á kvennfólki.

Þessi mynd var reyndar ein af tveim heimildamyndum sem ég horfði á um helgina. Hin myndin sem ég horfði á var af allt öðrum toga og fjallar hún um atburðina sem gerðust 911. Loose Change 2nd edition er fyrsta mynd Dylan Avery um hryðjuverkaárásirnar á World Trade Center. Við áhorf myndarinnar situr maður eiginlega agndofa með kjamman niður á gólf og veltir fyrir sér hvað í ósköpunum gerðist þennan dag. Dylan hefur grafið upp aragrúa sönnunargagna sem styðjast við kenningu hans um að árásin á Tvíburaturnana og Pentagon hafi verið skipulögð af ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Annars var helgin nokkuð bærileg. Þurfti að gefa eftir sæti mitt í deildarleiknum um helgina þar sem ég var búinn að lofa fjölskyldunni að fara í BonBon Land á laugardeginum. Það reyndist bara hin ágætasta skemmtun og voru flest öll tækin prufuð að sjálfsögðu.

Þegar maður mætti svo á barinn á sunnudeginum til að horfa á stórleik helgarinnar á milli Man Utd. og Arsenal þá fékk maður það auðvitað óþvegið. Það er nefnilega óskrifuð regla hjá strákum sem halda hópinn að ef maður lætur fjölskylduna ganga fyrir þá er maður "woooped." En ég tók því eins og maður og fékk meira að segja að troða því aftur ofan í þá því Arsenal vann United á heimavelli þeirra Old Trafford og ég (eini Arsenal maðurinn) hoppaði hæð mína að sjálfsögðu. Síðustu tvö skipti sem Arsenal hefur unnið United á heimavelli þá hafa þeir tekið bæði deild og bikar. Hvað gerist í ár? :)

Svo er maður bara farinn að telja niður í New York ferðina ... úfff get varla beðið!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefuru séð heimildarmyndirnar "The Truth and Lies of 9-11", og "9-11 Revisited"? Ég talaði e-ntímann um þær á síðunni minni. Þessi fyrri er á Google Video, en hin er...well...á internetinu.

Báðar frekar merkilegar.

Og 11. septembersýndi CBS myndina eftir frönsku bræðurna. Hún er mögnuð, og mjög mikið af myndbútum innanúr byggingunum. Ekkert conspiracy theory þar, en bara merkilegar upptökur.