fimmtudagur, september 14, 2006

The Big Apple

Þá fer óðum að styttast í ferð okkar til New York. Ég er orðinn hálf stressaður þar sem ég fékk það starf að skipuleggja ferðina. Það er svo ótrúlega mikið hægt að skoða í New York og ég er hræddur um að maður missi af helmingnum. Látið mig endilega vita ef það vantar eitthvað á þennan lista.
  1. Empire State building
  2. Guggenheim safnið
  3. American Museum of Natural History
  4. Statue of Liberty
  5. Apple Store
  6. Grand Central Station
  7. World Trade Center Monument
  8. 5th avenue
  9. Central Park
  10. Brooklin Bridge
  11. Times Square
  12. Rockefeller Center
  13. Museum of Modern Art
  14. Washington Square
  15. Soho
  16. Chinatown
  17. Little Italy

2 ummæli:

Skoffínið sagði...

Ef ég væri að fara núna þá myndi ég fara í "þorpið" og fá mér kaffi eða borða eitthvað hipp og kúl

http://www.greenwichvillagenyc.com/

svo klikkar Time Out aldrei til að finna rétta staðinn til að tékka á.
http://www.timeout.com/newyork/

Nafnlaus sagði...

Já, það er sniðugt að þú kaupir þér TimeOut strax á JFK þegar þú lendir. Það verður blaðasala beint fyrir framan nefið þitt þegar þú kemur útúr tollinum.

Og, ókei:

1. Empire State building
-- farðu nógu snemma, því biðröðin er löööööööng.

5. Apple Store
-- það er bæði búð í SoHo og svo á 5th Ave (þessi nýja)

6. Grand Central Station
-- ég myndi bara labba þangað á leiðinni eitthvað annað

9. Central Park
-- gaman að sitja inní miðjum garði í þögn

11. Times Square
-- gaman að sjá einusinni, en ekkert svo mikið um að vera. Veitingastaðir og búðir miklu betri í öðrum hverfum.

14. Washington Square
-- getur farið þangað í Greenwich Village kaffileiðangrinum

15. Soho
-- byrjaðu bara á horninu á Broadway og Houston, og labbaði niður Broadway. Þarft örugglega tvær heimsóknir þangað.

16. Chinatown og 17. Little Italy
-- getur labbað úr SoHo inní Little Italy, og áfram inní Chinatown. Þaðan geturu svo labbað í Lower East Side (gamla gyðingahverfið) og þaðan upp í East Village, sem er mjög skemmtilegt hverfi með grilljón kaffihúsum og svoleiðis.

18. Magnolia Bakery á Bleecker Street. Bestu cupcakes í heimi. Án alls gríns. Í heimi!

Annars mun allt taka lengri tíma en þú heldur, og þú örugglega missa af helmingnum :)

Svo geturu bara ímeilað mér ef þú vilt eitthvað meira... (hvað verðuru t.d. lengi úti?)