- Ég fór til Íslands "on business" eins og jakkafötin segja.
- Stofnaði mitt eigið fyrirtæki og sagði upp 80% af núverandi starfi mínu hjá idega.
- Nýja fyrirtækið mitt heitir Skapalón hönnunarhús ehf.
- Heimasíða fyrir fyrirækið er þegar komin í loftið, kíkið á skapalon.is og njótið gleðinnar.
- Er byrjaður að vinna fyrir Landsbankann. Þá hef ég 3 af 4 bönkum landsins undir beltinu.
- Át sushi og drakk dýrindis whiskey með Einari félaga á meðan ég var í klakaboxinu.
- Sat aðalfund Íþróttafélags Guðrúnar þar sem ég bauð mig ekki fram í nokkurn skapaðan hlut.
- Skoraði fyrsta mark mitt fyrir F.C. Ísland, í eigið net.
- Skoraði mitt annað mark fyrir F.C. Ísland, í rétt mark. Glæsilegt skallamark (sjá 51 sekúndu).
- Heiðrún átti afmæli.
- Fór á Klakamótið í Gladsaxe. Frábært fjör og endaði F.C. Ísland í fjórða sæti.
- Sá Jón Auðunn nakinn. Ekki fögur sjón.
- Spilaði rúmar 500 mínútur af fótbolta á 8 dögum.
- Nældi mér í kvef.
miðvikudagur, september 13, 2006
Long time
Langt síðan ég bloggaði síðast, eiginlega allt of langt síðan. Best að punkta niður það sem hefur verið að gerast síðustu vikur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með nýja fyrirtækið. Síðan lítur vel út, fíla nafnið líka;)
U rock!
Til hamingju með allt á listanum (líka bæði mörkin).
Skrifa ummæli