miðvikudagur, september 06, 2006

Magni-ficent!

Jæja, þá er Magni Rockstar búinn að fá mín 30 atkvæði, læt það duga í bili. Eins og flestir Íslendingar þá settist ég fyrir framan tölvuna í morgun, flutti mig um set "tímalega" yfir til Honalulu og tók þátt í kosningunni sem ennþá er í gangi þar. Íslendingar eru svo sniðugir, alltaf að finna glufur í kerfinu. Skv. Hrafni félaga mínum voru í síðustu keppni greidd 40 milljón atkvæði. Af þessum 40 mills átti Ísland 20 milljónir, Hawaii átti 12 milljónir (Íslendingar áttu þar örugglega 11 mills) og restina átti litli heimurinn okkar. Supernova sá okkur stoltu, útsmognu, tónlistarelskandi Íslendingana aldrei koma og væri mjög eðlilegt ef Magni mundi vinna keppnina þökk sé netvæddu þjóðfélagi 300 þús. Íslendinga í norðri.

Þess má geta að Hrafn hefur komið upp spjallsíðu fyrir Magna og gengi hans í Supernova. Hana má finna hér.

Engin ummæli: