- Empire State building
- Guggenheim safnið
- American Museum of Natural History
- Statue of Liberty
- Apple Store
- Grand Central Station
- World Trade Center Monument
- 5th avenue
- Central Park
- Brooklin Bridge
- Times Square
- Rockefeller Center
- Museum of Modern Art
- Washington Square
- Soho
- Chinatown
- Little Italy
fimmtudagur, september 14, 2006
The Big Apple
Þá fer óðum að styttast í ferð okkar til New York. Ég er orðinn hálf stressaður þar sem ég fékk það starf að skipuleggja ferðina. Það er svo ótrúlega mikið hægt að skoða í New York og ég er hræddur um að maður missi af helmingnum. Látið mig endilega vita ef það vantar eitthvað á þennan lista.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ef ég væri að fara núna þá myndi ég fara í "þorpið" og fá mér kaffi eða borða eitthvað hipp og kúl
http://www.greenwichvillagenyc.com/
svo klikkar Time Out aldrei til að finna rétta staðinn til að tékka á.
http://www.timeout.com/newyork/
Já, það er sniðugt að þú kaupir þér TimeOut strax á JFK þegar þú lendir. Það verður blaðasala beint fyrir framan nefið þitt þegar þú kemur útúr tollinum.
Og, ókei:
1. Empire State building
-- farðu nógu snemma, því biðröðin er löööööööng.
5. Apple Store
-- það er bæði búð í SoHo og svo á 5th Ave (þessi nýja)
6. Grand Central Station
-- ég myndi bara labba þangað á leiðinni eitthvað annað
9. Central Park
-- gaman að sitja inní miðjum garði í þögn
11. Times Square
-- gaman að sjá einusinni, en ekkert svo mikið um að vera. Veitingastaðir og búðir miklu betri í öðrum hverfum.
14. Washington Square
-- getur farið þangað í Greenwich Village kaffileiðangrinum
15. Soho
-- byrjaðu bara á horninu á Broadway og Houston, og labbaði niður Broadway. Þarft örugglega tvær heimsóknir þangað.
16. Chinatown og 17. Little Italy
-- getur labbað úr SoHo inní Little Italy, og áfram inní Chinatown. Þaðan geturu svo labbað í Lower East Side (gamla gyðingahverfið) og þaðan upp í East Village, sem er mjög skemmtilegt hverfi með grilljón kaffihúsum og svoleiðis.
18. Magnolia Bakery á Bleecker Street. Bestu cupcakes í heimi. Án alls gríns. Í heimi!
Annars mun allt taka lengri tíma en þú heldur, og þú örugglega missa af helmingnum :)
Svo geturu bara ímeilað mér ef þú vilt eitthvað meira... (hvað verðuru t.d. lengi úti?)
Skrifa ummæli