þriðjudagur, september 26, 2006

Rónar

Í Kaupmannahöfn búa rónar. Það mætti jafnvel ganga svo langt og segja að Kaupmannahöfn sé "rónaborg." Heima á fróni er flott að vera róni, þú færð flott götunafn eins og Lalli Johns eða Hringur og ef þú ert heppinn þá kemuru í Séð og Heyrt afþví þú fannst gamlan leðurjakka á haugunum.

Hér eru rónar ómerkilegir. Þeir hanga á sérmerktum stöðum og drekka öl í gleri á milli þess sem þeir betla fyrir mat og selja "rónablaðið" svokallaða (blað um heimilislausa). Það hefur kannski einhverntíma þótt inn að vera róni í Kaupmannahöfn (Íslandsklukkan?) en í dag er þessi starfsgrein, eins og svo margar að fyllast að erlendu vinnuafli, þá á ég við Grænlendinga. Nú eru til heilu rónafjölskyldurnar hangandi á torgunum með kassa og innkaupakörfur. Það er örugglega allt betra en að búa í snjóhúsi í Nuuk ...

Síðustu vikur hef ég þó séð nýja tegund róna ríða sér til rúms í borginni. Að vísu hef ég bara séð tvo og eru þeir báðir kvennkyns en samkvæmt skilgreiningunni "betl" þá eru þær rónar. Aðra stelpuna hef ég séð tvisvar á skyndibitastöðum borgarinnar og gengur hún á milli borða með lítinn miða sem búið er að hripa eitthvað á. Kannski vill hún bara passa börn en ég vill meina að hún sé róni.

Hina stelpuna sá ég fyrir framan matvöruverlsun í gær. Hún sat á stéttinni, ósköp sæt og snyrtileg. Hún var með sítt brúnt hár og í gallabuxum. Hún hélt á skilti sem á stóð "Hjálp, ég er svöng." Ég labbaði framhjá henni og velti fyrir mér hvort þetta væri eitthvað gabb. Kannski er að koma til stéttaskipting á meðal róna? Ég þarf að kanna þetta betur ...

Engin ummæli: