mánudagur, maí 22, 2006

Mánudags sarpurinn

Yahoo fór nýlega í loftið með nýja Tech síðu. Hún er ekki eins nörda oríentuð og margar síður af sama toga svo það er fínt fyrir mömmur og aðra sem vita minna um tölvur að finna hluti á þessari síðu.

Á afmælisdaginn minn 9. maí fór fram hin árlegu Webby Awards. Þar er auðvitað ótrúlega mikið af síðum verðlaunaðar fyrir allskonar hluti. Nú er einmitt búið að bæta við blogg verðlaunum fyrir þá sem teljast framúrskarandi á því sviði.

Ég fékk mína fyrstu Vans skó um daginn. Þetta eru ótrúlega þægilegir götuskór og mæli ég óhikað með að fólk fjárfesti í einu pari þó það væri ekki nema bara til að rifja upp dagana þegar maður klæddist kínaskóm alla daga :)

Vantar þig bakgrunn á síðuna þína? Afhverju ekki að nota þessa síðu?

Sumarið er komið (amk. í Kaupmannahöfn). Þá fer í hönd smoothie tími ársins þar sem maður reynir að kæla sig niður í hitanum. Þessi bók var á tilboði hérna niðri í Føtex og smellti ég mér á eintak. Ómissandi fyrir smoothie aðdáendur í sumar :)

Engin ummæli: