Þá er langur dagur að kveldi kominn. Vaknaði snemma í morgun eftir góðann bender með strákunum í gær. Hentum okkur í keilu og tókum fúsball á Solbakken, endalaus gleði. Áttum svo leik í morgun kl. 10.45 og var mæting í fyrra fallinu eins og venjulega. Sem betur fer hafði bjórinn ekki farið illa í mig og ég gat nokkurnveginn haldið haus fram að leik ;) Þetta var nokkuð dapurt lið sem við vorum að spila við, gamlir refir sem greinilega voru komnir á tíma sumir og áttu ekki inni nema 30-40 mín áður en þeir hættu alfarið að hlaupa, úrslitin 5-1 okkur í vil, nokkuð sanngjarnt bara.
Erla og Guðjón Ingi fóru til Íslands á þriðjudaginn og hef ég því verið einstæður í 2 daga. Það er alltaf spes tilfinning og eiginlega svolítið einmannalegt þegar maður er bara einn í íbúðinni alla daga. Ég ákvað því að taka boði Runa og Heiðrúnar og skella mér í íslenskt lambalæri í tilefni dagsins. Jón og Inga (foreldrar Heiðrúnar) komu svo frá Svíþjóð og snæddum við öll saman, ræddum póitík, töluðum um heimsmálin og margt annað.
Svo var bara lest heim og stefnan tekin á rúmið eftir ca. 10 mín. Svolítið skrítið að sofna einn í svona stóru rúmi :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli