föstudagur, maí 19, 2006

Öðru ævintýri lokið ...

Góða Sylvía Nótt. Nú er þinni dramatísku ferð til Aþenu lokið, öllum íhaldssömum evróvision tepru fíklum til mikillar gleði. Ferðin var góð og mjög gleðileg að mínu mati. Ég skal fúslega viðurkenna að ég horfi aldrei á þátt hennar þegar hann var á dagskrá Skás Eins og hafði meira að segja óbeit á stúlku en eftir að hún fór á svið með lagið sitt og tilburði þá féll ég fyrir henni.

Undankeppnin í gær var auðvitað grín. Ég held að okkar framlag, sem vissulega var grín hafi snúist upp í andhverfu sína og gert grín að gríninu, eða þannig. Ég meina gaurarnir sem sungu "We are going to win Eurovision" voru auðvitað að gera grín, kannski það hafi verið aðeins meira subtle en Silvía því þeir komust áfram í lokakeppnina, eins gerðu Finnar með sitt fágaða dauðametal. Afhverju var okkar framlag tekið svona sérstaklega fyrir sem hæðni?

Ég vona að tímar okkar í þessari keppni séu taldir, á vissan hátt held ég við séum vaxin upp úr þessari keppni. Hvernig er hægt að koma að ári með lag sem slær út Silvíu? Hvernig getum við farið að taka þetta alvarlega aftur eftir að hafa farið þessa leið í ár? Ég legg til að peningarnir fari frekar í veglega söngvakeppni innanlands eða jafnvel í eitthvað merkilegra málefni en Balkaneurovision.

Engin ummæli: