fimmtudagur, maí 18, 2006

Ævintýrið búið...


Jæja, þá er Meistaradeildinni lokið þetta árið, flestum til mikillar ánægju. Ekki var þetta árið sem Arsenal átti að hampa bikarnum, því miður. Dómari leiksins (Norðmaður auðvitað, hvað annað?) ákvað upp á sitt einsdæmi að eyðileggja frábæra skemmtun eftir aðeins 20 mínútna leik og reka marvörð Arsenal af leikvelli. Þótt svo dómurinn hafi vissulega verið réttlætanlegur þá var það bara svo súrt að svo skildi fara á þessum tímapunkti í leiknum. Ekki bætti úr skák að þessi slaki Norðmaður átti ekki eftir að sjá til sólar í góðri dómgæslu það sem eftir lifði leiks ...

Það er alltaf næsta ár, Arsenal er lið sem er á þrusu siglingu, ungir leikmenn í hverju horni og nú er bara að bíða og sjá hvað elsku Henry minn gerir.

En nóg um knappspyrnu. Ég sit hérna heima, rigningin ætlar greinilega engan endi að taka og æfing í fótbolta eftir 3 tíma. Það veður mjöööög líklega slöpp mæting þar sem flestir vilja sennilega vera heima í sófa með einn kaldann og sjá Silvíu Nótt "fuckin" vinna þessa undankeppni. Ég mun allavega klappa fyrir henni enda sjaldan verið gefið jafn mikill skítur í eina Evróvisionkeppni.

Til hamingju Ísland.

Engin ummæli: