Það er blautt í kóngsins Kaupmannahöfn í dag. Eftir 10 góða sólardaga er aftur farið að kólna. Maður var kannski orðinn of góðu vanur, ég veit ekki. Eftir ca. klukkustund eða svo verður mér svo enn meira kalt þegar ég fer alla leið upp í Valby til að sparka í tuðru, grenjandi rigning og varla 10 stig á mælinum. Stefnir allt í kvef á morgun ...
Annars eru tæplega 2 mánuðir í ferð til Tenerife og ég get vart beðið. Við konan erum meira segja farin að plana næstu utanlandsferð en þá verður vonandi flogið til Nýju Jórvíkur til að taka púlsinn á öllu því nýjasta í hönnun, mat list. Allir sem farið hafa til stóra eplisins mega endilega senda mér uppástungur :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég tók nettan túristapakka þarna. Skemmtilegasta sem ég gerði var að rölta yfir Brooklyn brúnna. Hefði alls ekki viljað sleppa því. Empire State tekur fáránlegan tíma en allt í lagi að tékka á því. Annars bara Central Park og rölta um borgina. Það er eitthvað að gerast á hverju götuhorni.
Skrifa ummæli