Þá er komið að því að tæma sarpinn. Orðinn ágætlega fullur síðan síðast.
Nýjustu auglýsingarnar frá Apple eru kjánalegar, barnalegar en ég glotti alltaf og brosi í annað þegar ég horfi á þær.
Þessi mynd er möst fyrir flesta hönnuði og já, auðvitað alla arkítekta! Sketches of Frank Gehry fjallar og ævi og verk Frank Gehry sem hannaði ma. Guggenheim safnið á Bilbao, Spáni. Svo hefur hann líka komið í Simpsons þætti :)
Langar þig að hanna bók en ert bara ekki hönnuður í þér? Þá er Blurb málið. Búðu til þína eigin kokkabók, blogg bók eða bók um barnið þitt með þessu þægilega forriti.
Guggi benti mér á þessa auglýsingu fyrir Firefox (gerð af áhugamanni auðvitað). Víííííííííííí ....
MacZot býður þér upp á ódýra mánaðarlega áskrift og í staðin færð þú ókeypis forrit á hverjum degi. Forritin geta verið hræbilleg upp í mjög dýr forrit.
Eitt fyndið clip. Háskólanemi tekur sig til og syngur heilann söngleik í miðri kennslu. Það þarf kjark í þetta ....
Vítamín fyrir okkur hönnuðina og forritarana. Fínt portal fyrir þá sem vilja fylgjast með öllum ofurhetjunum sínum. Það er hann Ryan Carson (Carson Workshops) sem heldur þessu saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli