Þá erum við Erla loksins lent. The Big Apple eins og þeir kalla það, borgin sem aldrei sefur. Þetta er mikið menningarsjokk þegar komið er inn í Bandaríkin. Varla búinn að vera á Bandarískri grundu í 5 mínútur þegar einhver blökkumaður var farinn að taka fingraförin okkar Erlu og mynd.
Flugið gekk annars vel, horfði á Breakup sem var ágæt. Við vorum líka fyrst úr vélinni sem þýddi stutta bið í útlendingaeftirlitinu og tollinum. Það var svo traffík á leiðinni inn á Manhattan svo við vorum ekki komin hingað fyrr en að ganga 1 eftir miðnætti (okkar tíma). Íbúðin er æðislega "ömmuleg" og er í eigu dóttir fósturafa hans laddmundar. Við fórum aðeins á stúfana fyrsta kvöldið okkar í New York og keyptum helstu hlutina, vatn, mjólk og annað. Nú erum við búin að kúra í nokkra tíma og tími til kominn að heilsa borginni í dagsbirtu. Við stefnum á Empire State Building eða jafnvel bara í miðbæinn.
Jonni. Signing out from the Big Apple.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli