föstudagur, október 06, 2006

NY - Dagur 2

Það er mikið búið að ganga á í dag hjá okkur Erlu. Við rifum okkur upp snemma og skelltum okkur í ískalda, vatnslausa New York sturtu. Hressandi ...

Ákváðum að labba bara af stað og sjá hvar við enduðum. Við löbbuðum um East Village og upp á Broadway þar sem nóg var að skoða. Þaðan löbbuðum við áleiðis upp Broadway og skoðuðum Union Square og Madison Sq. Park. Fyrsti áfangastaður var uppi í Garmen hverfinu, B&H photo video búðin sem svo margir Íslendingar kannast við. Þvílík búð. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að þarna væri í gangi brunaútsala, þvílíkur var hamagangurinn. Ég keypti mér nýja myndavél og fína linsu. Ég fékk aðstoð hjá ágætum dreng sem heitir David. Ég vill meina að hann hafi verið eini gaurinn í búðinni sem ekki var gyðingur!

Þaðan lá leiðin niður Sjöunda avenue (aka. Fashion ave.) og fengum við okkur snæðing á fínum stað sem heitir Metro Café. Löbbuðum svo lengra þangað til við duttum niður á Times Square. Ég snérist bara í hringi þegar ég sá alla dýrðina. Ljósaskilti, auglýsingar, umferð, háhýsi, fólk allstaðar. Þetta var mjög sérstök upplifun. Við kíktum í Toys'R Us sem er álíka stór og meðal verslunarmiðstöð með leikföngum frá A til Ö. Við kíktum í nokkrar búðir þarna í nágrenninu ásamt því að kíkja í Madame Tussaud's safnið. Þar chilluðum við Nicolas Cage, John Travolta og George Bush.

Eitthvað var þreytan farin að segja til sín svo við skelltum okkur niður í Metro og ákváðum að láta reyna á þann samskiptamáta þar sem umferðin var mikil og leigubíll kannski ekki besta leiðin. Eitthvað höfum við lært af búsetu okkar í Danmörku því við hittum beint í mark og vorum komin á áfangastað eftir tæplega hálftíma. Tókum þetta lestarkerfi í nösina ...

Lögðum okkur í klukkutíma og héldum svo áleiðis í fínan kvöldverð á veitingastað hérna hinumegin við götuna. Ótrúlega þægilegur ítalskur veitingastaður með "live" tónlist. Fengum okkur pasta og Rioja rauðvín. Eftir fínann dinner tókum við leigubíl að Empire State. Við ætluðum að skoða alla ljósadýrðina þaðan. Þar sem við vorum svo seint á ferðinni var engin biðröð og vorum við komin upp í turninn á 5 mínútum. Við keyptum okkur CityPass og fengum frítt audio tæki til að hlusta á á meðan við vorum á útsýnispallinum. Röltum svo aftur niður í rólegheitum og tókum leigubíl heim. Fínn dagur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

you lucky bastards..

nienie, það er gott að þið skemtið ykkur=)

Jonni sagði...

Guðný, bíddu bara þangað til ég segi þér frá verslunarleiðangrinum sem við fórum í í dag ;)

Nafnlaus sagði...

frábært hvað er gaman hjá ykkur...stór borg og mikið að upplifa. Kveðja frá klakanum....

Nafnlaus sagði...

Er David ekki týpískasta júllanafn í heimi? ;)