Allavega. Við ferðuðumst með Icelandair í þetta skiptið sem var í góðu lagi þar til við settumst inn í vélina. Vélin átti að fara í loftið 19.45 að staðartíma en vegna hóps Japana sem hafði komið með seinu tengiflugi urðum við að bíða í sjóðani hita í þrjú korter áður en vélin var komin í loftið. Guðjón Ingi svaf svo ekkert í vélinni en var þó hinn kátasti. Það gleðilega var að ég sat fyrir aftan mann sem ég hef mikið álit á og er það fyrrverandi borgarstjóri okkar Reykvíkinga hann Þórólfur Árnason. Það er einhver karismi sem þessi maður, útgeislun og góður persónuleiki sem hann býr yfir. Röddin í honum gæti svæft risa. Ég virðist ferðast með frægum Íslendingum því Össur (nr. 2) var í flugvélinni líka, þótt hann væri ögn tuskulegri út að líta en Þórólfur.
Þegar við komum inn í Leifsstöð fór Erla og náði í tollinn á meðan ég sá um farangurinn. Þegar Erla kom út úr tollinum aftur stóð ég ennþá að bíða eftir töskunum ásamt öðru fólki. Okkur (0g öllum hinum farþögunum) til lítillar ánægju slökknaði að lokum á færibandinu og ljóst var að engar töskur áttu eftir að bætast við. Icelandair hafði semsagt tekist að týna 60 töskum úr fluginu og urðu óheppnir farþegar að mynda röð sem þurfti að fylla út slatta af pappírsvinnu í þríriti. Konan tjáði mér svo að ég þyrfti að sækja töskurnar daginn eftir niður á BSÍ. Fáránleg þjónusta hjá þessu flugfélagi. Á endanum fórum við tvær ferðir niður á BSÍ og eina í Leifstöð áður en við fengum allan farangurinn okkar aftur (3 töskur). Næst flýg ég með Iceland Express ...


Kvöldið fór svo í íslenskt lambalæri hjá tengdó. Fín helgi, fínni matur, frábær félagsskapur. Takk fyrir mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli