miðvikudagur, júní 07, 2006

Miðvikudags sarpurinn

Jahérna, eftir hálf tómlegan sarp síðast kemur þessi inn með látum. Látum vaða:

Áttu iPod og verður oft rafmagnslaus? Afhverju ekki að kaupa sér svona lítið batterísbox (AA) svo þú getir hlaðið í neyð ....

Þetta er sennilega mesti tölvunörd sem Ísland hefur alið. Annars var ég ekkert ólíkur honum nokkrum árum seinna. Spilaði Kings Quest, Space Quest og alla þessa leiki út í eitt.

Ef þú ert ekki hrifin(n) af Hi-Fi frá Apple þá er SpecktoneRetro sennilega málið.

The Sad Tally. Hversu margir hafa hent sér af The Golden Gate brúnni í San Fran? Hér eru tölurnar og hvar fólk hefur hent sér af brúnni í gegnum árin. Það er nú til tölfræði fyrir allt ....

Ertu orðinn þreyttur á hönnunardrullunni í kringum þig? Hjá Logoworks er hægt að kaupa þjónustu margra grafískra hönnuða sem vinna freelance. Allir skila inn hugmyndum og þú velur þá bestu. Það má svo metast um gæði þessara hugmynda :/

Etre er fyrirtæki sem hefur þróað nýja tækni sem kallast Eye Tracking. Með þessari tækni er hægt að sjá hvert auga notandans leitar og hvað hann/hún skoðar hverju sinni. Ótrúlega þægilegt fyrir þá (mig) sem hanna vef viðmót flest alla daga :)

Íslendingar hafa fengið nýjan kvikmyndavef og heitir hann Film.is. Hef skoða smá af honum, lesið gagnrýni og annað og hann lofar góðu. Finnst ég samt endilega kannast við þessa rauðu stiku sem kemur efst (glitnir.is?)

Enn ein persónusköpunin í gangi hér. Eins og með KB banka, Lottó og flest öll stór fyrirtæki á Íslandi fara menn alltaf sömu leiðina. En þótt þessi herferð fyrir HM dagskrá Sýnar sé eins og allt annað þá hlæ ég alltaf jafn mikið af vitleysunni í honum Pétri. Hann er bara of fyndinn gaur.

Man einhver eftir stóra Virgin pósternum þar sem átti að finna 74 hljómsveitir á einni mynd? Hér er sama þraut nema þú átt að finna 100 kvikmyndir :)

Ertu vefhönnuður og þarft að mauka saman mikið af formtökkum yfir daginn? Láttu Buttonator sjá um þetta fyrir þig.

Færeysk skilti og annað vekur alltaf upp kátínu. Það er bara eitthvað svo fyndið við þetta blessaða tungumál :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nettur sarpur. Þetta SpeckTone dót er töff. Væri til í eitt stykki, svart.