Nóg að gera um helgina víst. Föstudagurinn fór í grill og rólegheit hjá runa og Heiðrúnu. Veðrið búið að vera svolítið misjafnt svo maður þarf að vera tilbúinn að hlaupa inn ef það byrjar að þykkna upp. Já, veðrið hérna getur stundum verið jafn óútreiknanlegt og heima á Íslandi.
Laugardagurinn fór að miklu leiti í tuðruspark. Áttum leik við eitt af sterkari liðum í deildinni. Það var ágætur andi í hópnum til að byrja með og því mikið högg þegar við fengum á okkur fyrsta markið strax eftir eina og hálfa mínútu. Ekki bætti úr skák að mikill mótvindur var í fyrri hálfleik og erfitt fyrir okkur að finna rétta tempó-ið. Það var svo ekki fyrr en í fyrri hálfleik að við komum framar á völlinn og fórum að setja okkar mark á leikinn. Þeir náðu svo að skora aftur (pínu gegn gangi leiksins) áður en við náðum að setja okkar fyrsta. Eftir mikla pressu frá FC Íslandi síðustu mínúturnar komust þeir í skyndisókn og náðu að setja þriðja og síðasta mark leiksins, lokatölur 3-1 góðu liði B 1904 Kaupmannahöfn í hag.
Á Hvítasunnudag (Pinsedag) ákvað sólin að heiðra okkur með nærveru sinni og fór mikill tími í að sitja úti á svölum og sleika upp geislana. Við feðgar fengum okkur labbitúr í hverfinu og fengum okkur ís saman úti í Kisosknum á horninu. Það þótti litla manninum ekki leiðinlegt.
Á 2. Pinsedag (mánudag) fékk svo Guðjón Ingi hita og þurfti ég að vera með litla gaurinn heima á meðan hann var að jafna sig. Við horfðum á Ávaxtakörfuna svona 5 sinnum og Madagascar svona 2 sinnum. Ég kann þessar DVD myndir næstum utanbókar núna :) Erla er búin að vera vinna mikið í ritgerðinni sinni undanfarið og hefur maður séð lítið af henni nema þegar hún kemur heim að borða og sofa og svoleiðis :)
Í dag hef ég svo bara verið heima að vinna þar sem laddmundur er að leika hlutverk gestgjafa á meðan móðir hans og faðir eru í stuttu stoppi í Kaupmannahöfn. Við förum svo væntanlega niður á Vestebrogade í fyrramálið, þeas. ef Guðjón Ingi verður hress ...
Mánuður í Tenerife ... úffffff. Farinn að telja niður dagana .....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Skrifa ummæli